„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
==Æviágríp==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið 1724 í [[Voghús (Selvogi)|Voghúsum í Selvogi]]. Hann ólst upp á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað í Steingrímssfirði]] til 14 ára aldurs en þá lést föðurfaðir hans. Þá fékk hann vist viðí [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] en hana fékk hann ókeypis frá [[Jón Arason|Jón biskup Arason]] sökum þess hve sá síðarnefndi hafði mikið álit á föður Björns. Í Skálholti nam hann í 5 vetur og í stúdentsvottorði sínu var hann stimplaður sem siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í latínu, grísku og guðfræði.
 
Næstu árin var hann ritari sýslumanns og eftir það aðstoðarprestur í [[Sauðlaukdalur|Sauðlauksdal]]. Vorið 1753 varð hann svo prestur í Sauðlauksdal og árið 1756 [[prófastur]]. Það ár giftist hann einnig hann [[Rannveig Ólafsdóttir|Rannveigu Ólafsdóttur]]. Þau lifðubjuggu í Sauðlauksdal í nærri 30 ár þangað til heilsu Björns fór að hraka. Þá sótti hann um rólegra embætti og fékk [[Setberg (Eyrarsveit)|Setberg í Eyrasveit]] árið 1782. Heilsa hans skánaði þó ekki við flutninginn og árið [[1785]] veiktist hann alvarlega og missti sjónina í kjölfarið.
Björn lét þó ekki bugast og þann 25. september það ár1785 hélt hann til [[Danmörk|Danmerkur]] í leit að lækningum. Þar dvaldist hann til ársins 1788 en tilraunir danskra lækna báru engan árangur og kom Björn því heim aftur jafn blindur og slappur og áður. Næstu árin lifði Björn rólegu lífi á Setbergi en við sólsetur [[24. ágúst]] 1794 lést Björnhann, 69 ára gamall.
 
==Frumkvöðlastarf í jarðyrkju==