„Tómasarguðspjall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Einn merkasti handritafundur 20. aldar átti sér stað nærri bænum Nag Hammadi í Suður-[[Egyptaland]]i árið 1945. Á meðal papírusarbóka sem þar litu dagsins ljós, var Tómasarguðspjall, en það er talið hafa verið hulið sjónum manna allt frá því á fjórðu öld. Í Tómasarguðspjalli er að finna orð [[Jesús frá Nasaret|Jesú]] sjálfs og þeirra sem þegar á fyrstu öld tóku að túlka þau í heimspekilega átt. Ritið er því talið geyma upprunalegustu hefðir, ýmis ummæli og dæmisögur sem eignaðar eru Jesú og eiga sér aðeins hliðstæður í elstu heimildum að baki guðspjalla Nýja testamentisins.
 
Árið 2001 kom ''Tómasarguðspjall'' út í íslenskri þýðingu Jóns Ma. Ásgeirssonar, sem einnig ritar inngang og skýringar. Það er 50. [[Hið íslenska bókmenntafélag#Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags|Lærdómsrit Bókmenntafélagsins]].
 
Sjá einnig [[Tómasarguðspjallið]].
 
== Heimildir ==
* Tómas postuli:, ''Tómasarguðspjall'',. RvíkJón Ma. Ásgeirsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001).