„Björn Þorleifsson biskup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
Björn fór til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] haustið 1691 og sótti um Hólabiskupsdæmi eftir fráfall [[Jón Vigfússon|Jóns Vigfússonar]], en [[Einar Þorsteinsson]] varð honum yfirsterkari. Að boði konungs var síra Björn vígður varabiskup 30. janúar 1692, og skyldi hljóta hvort biskupsdæmið er fyrr losnaði, og halda Odda á meðan. Varð magister að nafnbót vorið 1692 og kom heim um sumarið. Hann hélt síðan aðstoðarprest og gegndi sumum biskupsstörfum í veikindum [[Þórður Þorláksson|Þórðar Þorlákssonar]] Skálholtsbiskups, einkum 1694 og 1696, stýrði t.d. prestastefnum og vígði presta. Tók við Hólastól 1697, eftir fráfall Einars Þorsteinssonar, og hélt til æviloka, 1710.
Páll Eggert Ólason segir um Björn: "Var vel að sér, hneigður fyrir söng, kom á söng- og reikningskennslu í Hólaskóla, hélt þar fleiri nemendur á fullum styrk en hann var skyldur til. ... Hann var veitull og gestrisinn og hélt sig mjög að höfðingjahætti, góðviljaður öllum. Mælskur vel og ritfær, en þó með nokkurri fordild, enda talinn tilgerðarsamur." Björn var vel efnaður maður.
 
Björn biskup stóð í bréfaskiptum við [[Árni Magnússon|Árna Magnússon]] og veitti honum aðstoð við söfnun handrita.
Lína 15:
Hann þýddi bók eftir A. Hjörring: ''Veganesti guðsbarna'' (Hólum 1706), og e.t.v. eitthvað fleira. Fékk ámæli fyrir breytingar á [[Passíusálmarnir|Passíusálmum]] [[Hallgrímur Pétursson | Hallgríms Péturssonar]], sem prentaðir voru á Hólum 1704.
 
Björn biskup var í fyrstu vel efnaður maður, en varð fyrir miklu tjóni þegar biskupsbaðstofan á Hólum brann haustið28. nóvember 1709, ogþá brunnunýlega uppgerð. Brunnu þar ýmsarbækur, skjalabækursilfurgripir staðarinso.fl. ÍBeið [[Þjóðskjalasafnefnahagur Íslands|Þjóðskjalasafnihans Íslands]]þá erumikinn þóhnekki, einhveren skjöleinnig úrer embættistíðhann Björnsí sumum heimildum gagnrýndur fyrir Þorleifssonareyðslusemi.
 
Í [[Þjóðskjalasafn Íslands|Þjóðskjalasafni Íslands]] eru vísitasíubók og prestastefnubók úr embættistíð Björns Þorleifssonar, en bréfabækur hans og tveggja fyrirrennara hans mun hafa brunnið 1709.
 
Engin mynd eða málverk er til af Birni Þorleifssyni og ekki heldur legsteinn með grafskrift hans.