„Sigurður Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Smávegis umorðun
Lína 1:
'''Sigurður Stefánsson''' (f. [[27. mars]] [[1744]], d. [[24. maí]] [[1798]]) var [[biskup]] á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]] frá [[1789]] til dauðadags, [[1798]], eða í 9 ár.
 
Foreldrar: Sigurðar voru Stefán Ólafsson prestur á [[Höskuldsstaðir|Höskuldsstöðum]] á [[Skagaströnd]], og seinni kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá [[Geitaskarð]]i í Langadal. Sigurður var hálfbróðir [[Ólafur Stefánsson (stiftamtmaður)|Ólafs Stefánssonar]] [[stiftamtmaður|stiftamtmanns]], sem Stephensens-ættin er kennd við.
 
Sigurður var tekinn í [[Hólaskóli|Hólaskóla]] 1758, varð stúdent þaðan vorið 1765. Fór utan sama ár, skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] síðla hausts og tók guðfræðipróf þaðan vorið 1767. VarðHann varð konrektor eða aðstoðarskólameistari í Hólaskóla 1768. Fékk [[Möðruvellir | Möðruvallaklaustursprestakall]] í Hörgárdal haustið 1773, og bjó í Stóra-Dunhaga. Fékk; [[Helgafell]] vorið 1781 og varð um svipað leyti prófastur á Snæfellsnesi.
 
Sigurður var kvaddur til að verða Hólabiskup 27. mars 1788,. fórFór hann til Kaupmannahafnar um haustið og var vígður Hólabiskup 10. maí 1789. Kom að Hólum samsumars og var biskup þar til æviloka, 1798. Hann var góður kennari og ástsæll, enda góðviljaður maður. Hann var fremur heilsuveill og var því ekki atkvæðamikill biskup.
 
Engar bækur komu út á Hólum framan af biskupstíð Sigurðar Stefánssonar. Stafaði það bæði af bágbornu ástandi prentverksins, og einnig því að þá var komin samkeppni frá annarri prentsmiðju, fyrst í [[Hrappseyjarprentsmiðja | Hrappsey]] og síðan [[Leirárgarðaprentsmiðja|Leirárgörðum]]. Árið 1797 urðu þau umskipti að út komu fjórar bækur á Hólum, m.a. barnaspurningar í þýðingu Sigurðar biskups. Árið eftir kom 10. útgáfa ''Vídalínspostillu'', og loks minningarritið ''Verdung Sigurðar Stefánssonar'' (1799) eftir Þorkel Ólafsson dómkirkjuprest. Var það síðasta bók sem prentuð var á Hólum.