Munur á milli breytinga „Ólafur Rögnvaldsson“

ekkert breytingarágrip
Ólafur var mikill fjárgæslumaður fyrir hönd biskupsstólsins, siðavandur og refsingasamur, og lagði háar sektir á menn fyrir brot sín. Þekktast er svokallað [[Hvassafellsmál]], þar sem Bjarni Ólafsson á Hvassafelli í Eyjafirði var borinn sökum um óleyfilegt samband við Randíði dóttur sína. Auk hagsmunagæslu fyrir kirkjuna varð Ólafur biskup með tímanum stórauðugur maður sjálfur.
 
Ólafur Rögnvaldsson hafði náin tengsl við [[erkibiskup]] í [[Niðarós]]i, og átti einnig rétt til setu í danska [[ríkisráð]]inu. Ólafur var mun atkvæðameiri en þeir biskupar sem sátu samtíða honum í Skálholti.
 
Allmikið er til af skjölum úr embættistíð Ólafs Rögnvaldssonar, t.d. [[máldagabók]] hans frá 1461 yfir kirkjur í [[Hólabiskupsdæmi]], sem er elsta máldagabók íslensk sem varðveitt er í frumriti (skinnbók).