„Heinrekur Kársson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Ekkert er vitað um ætt Heinreks, né hvenær hann var fæddur. Hann er talinn hafa verið norskur, en þó eru einnig ágiskanir um að hann hafi verið þýskur að ætterni. Í sumum heimildum er hann sagður Karlsson.
 
Eftir Bótólfur biskup féll frá, var Heinrekur kjörinn Hólabiskup. Hann fylgdi fram málum [[Hákon gamli|Hákonar gamla]] [[Noregskonungar|Noregskonungs]] hér á Íslandi fastar en nokkur annar. Hefur konungur eflaust staðið á bak við kosningu hans. Hann var vígður 1247 af [[Vilhjálmi af Sabína|Vilhjálmi af Sabína]] [[kardínáli|kardínála]], er þá var staddur í Noregi vegna [[krýning]]ar Hákonar gamla. Segir sagan að Heinrekur hafi komið út með skriflega áskorun til Íslendinga frá Hákoni konungi um að játast undir ríki sitt, en hún var m.a. gerð í samráði við Vilhjálm kardínála.
 
Heinrekur kom til Íslands sumarið 1248. Hann var ekki vinsæll biskup, enda lét hann sig kirkjumál og kristnihald litlu skipta en var meira í því að reka erindi konungsvaldsins hér. Urðu brátt fáleikar með Heinreki og þeim [[Þórður Sighvatsson |Þórði kakala]] og [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]]. Fann biskup þeim til foráttu að þeir rækju ekki erindi konungs sem skyldi. Má sem dæmi nefna að eftir [[Flugumýrarbrenna | Flugumýrarbrennu]] haustið [[1253]] riðu brennumenn heim til Hóla. Tók Heinrekur biskup vel við þeim, veitti þeim aflausn fyrir glæp sinn og hélt þeim svo veislu. Í miðri veislunni bárust þau tíðindi til Hóla að Gissur hefði komist af úr brennunni. Sló þá talsvert á fögnuð veislugesta.