„Eyrarsundstollurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m smástubbur - en vantar umtalsvert meira
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:Kronborg_Castle.jpg|thumb|right|Krúnuborgarhöll við Helsingjaeyri]]
'''Eyrarsundstollurinn''' var tollur sem [[Danmörk|Danir]] innheimtu af skipum sem fóru um [[Eyrarsund]], milli [[Norðursjór|Norðursjávar]] og [[Eystrasalt]]s, yfir línu sem lá á milli [[Helsingjaeyri|Helsingjaeyrar]] og [[Helsingjaborg]]ar. Tollinum var komið á af [[Eiríkur_af_Pommern|Eiríki af Pommern]] árið [[1429]] til höfuðs [[Hansasambandið|Hansakaupmönnum]]. Öll erlend skip þurftu að bíða við Helsingjaeyri eftir að greiða tollinn og þar var reist virkið [[Krókurinn]] sem síðar vék fyrir [[Krúnuborgarhöll]]. [[Svíþjóð|Svíar]] voru að mestu leyti undanþegnir tollinum, en þó voru vissir vöruflokkar tollaðir og Svíar reyndu t.d. í [[Torstensonófriðurinn|Torstensonófriðnum]] að losa um þessi verslunarhöft. Tollurinn var ein helsta og stöðugasta tekjulind Danakonunga og ein af ástæðum þess að konungsvaldið styrktist verulega í Danmörku á [[16._öldin|16.]] og [[17._öldin|17. öld]]. Tekjurnar af tollinum voru nýttar til ýmissa stórframkvæmda á vegum konungs, svo sem kastalabygginga.
 
Tollurinn var afnuminn árið [[1857]] vegna mikils þrýstings erlendra ríkja og þá einungis gegn bótum sem þessi ríki þurftu að greiða Dönum.
 
Ætla má að [[William Shakespeare]] hafi heyrt um Helsingjaeyri frá [[England|enskum]] sjómönnum sem höfðu þurft að bíða þar eftir tollinum, og þannig fengið hugmyndina að því að láta ''[[Hamlet]]'' gerast í höllinni „Elsinore“.
 
{{stubbur}}