„Bannfæring“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Bannfæring var notuð sem refsiaðgerð við alvarlegum afbrotum eins og villutrú, óguðlegu líferni og óhlýðni við skipunum kirkjunnar. Þessi refsiaðferð kristinna safnaða á sér rætur í samsvarandi refsingu innan [[Gyðingdómur|gyðingdóms]] en þar gátu menn átt yfir höfði sér að vera útilokaðir frá [[Sýnagóga|sýnagógunni]] í lengri eða skemmri tíma. Þessi refsing á sér forna sögu í gyðingdómi en er sjaldan notuð á seinni tímum.
 
Bannfæring í kristni var í upphafi einkum notuð til að hvetja einstaklinga í söfnuðinum til að betrumbæta sig og með því viðhalda trúarhreinleika safnaðarins (''poena medicinalis'') en varð þegar á leið verð bein refsiaðferð. Á 4. og 5. öld fékk bannfæringin fastara form bæði í skilgreiningu á hvað var refsivert athæfi og hver refsingin var og hvað sá seki þurfti að gera til að verða fullgildur safnaðarmeðlimur að nýju.
 
[[Mynd:BullExurgeDomine.jpg|thumb|Framsíðan á riti Leó X, Exurge Domine, þar sem hann bannfærir Martein Lúther]]
Í upphafi 13. aldar varð bann hið meira sama og að vera dæmdur friðlaus og [[Gregóríus VII]] [[páfi]] lýsti því yfir að þegnar bannfærðs fursta þyrftu ekki að hlýða honum. [[Biskup]]ar höfðu rétt til að úrskurða bann í prófastsdæmum en [[páfi]]nn fyrir kirkjuna alla.
 
Bannfæringin var einkum tvíþætt: forboð, sem var útilokun frá kirkjulegri þjónustu, og bann hið meira eða stórmæli sem útilokaði menn frá öllu samneyti við kristna menn. Þriðja stigið, bann á heil lönd eða héruð, var einungis á valdi páfa.
Sögulega mikilvægar voru hinar gagnkvæmu bannfæringar frá [[Róm]] og [[Konstantínópel]] frá [[1054]] (sem ekki voru endurkallaðar fyrr en [[1965]]) og bannfæring páfans [[Leó X]] á [[Lúther|Marteini Lúther]] og fylgismönnum hans árið [[1520]] (sem einnig var endurkallað 1965).
Bannfæringin er ekki um alla framtíð, allt eftir afbroti getur sá áfelldi sýnt iðrun og þar með verið tekinn í söfnuðinn að fullu að nýju. Bannfæringin er einungis veraldleg refsing, það er ekki eins og oft er haldið, að sá sem deyr bannfærður sé þar með fordæmdur að eilífu.