„Mani pulite“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Lína 8:
Stjórnmálaástandið á Ítalíu frá stríðslokum einkenndist af því sem fréttaskýrendur kölluðu „stöðugan óstöðugleika“. Ríkisstjórnir sátu að meðaltali einungis ellefu mánuði, en sami stjórnmálaflokkurinn, Kristilegi demókrataflokkurinn, var samt alltaf stærsti flokkurinn og stýrði öllum ríkisstjórnum, þar sem það þótti óhugsandi að stærsti [[Stjórnarandstaða|stjórnarandstöðuflokkurinn]], [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]], kæmist til valda í [[NATO]]-landi. Stjórnin var að nafninu til vinstri-miðjustjórn, en eina raunverulega stjórnarandstaðan var vinstra megin við hana. Á hægri vængnum voru litlir öfgaflokkar eins og [[Þjóðfélagshreyfing Ítalíu]] (''Movimento sociale italiano'' - ''MSI'') sem kenndu sig við [[nýfasismi|nýfasisma]].
 
Ýmsar blikur voru þó á lofti í upphafi tíunda áratugarins sem gáfu von um breytingar. Ríkisstjórnin hafði hafið það verk að [[Einkavæðing|einkavæða ríkisfyrirtæki]] og koma fastari böndum á efnahagslífið í tengslum við [[Efnahags- og myntbandalag Evrópu]] sem taka átti gildi með [[Maastricht-sáttmálinnMaastrichtsamningurinn|Maastricht-sáttmálanum]] [[1. nóvember]] [[1993]]. Árið [[1993]] var [[kosningakerfi]]nu á Ítalíu auk þess breytt úr [[hlutfallskosning]]u í [[meirihlutakosning]]u til að reyna að auðvelda myndun stöðugra ríkisstjórna.
 
==Upphaf málsins==