„Sænsk tónlist“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Unnur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
'''Nikkelharpan''' er hljóðfæri sem líkist fiðlu, en hefur svokallaða snertla, ekki ósvipaða píanólyklum, en spilað er á hljóðfærið með fiðluboga. Uppruni nikkelhörpunnar er óþekktur, en ýmist er talað um að hljóðfærið komi frá Svíþjóð eða að upprunann megi rekja til [[Þýskaland]]s. Vitað er að harpan var til í Svíþjóð árið [[1350]], en það ár var skorin út mynd af henni í kirkjuhlið í Gautlandi. Á 15. og [[16. öld]]inni var nikkelharpan orðin almenn í Svíþjóð og [[Danmörk]]u. Notkun á nikkelhörpu fór minnkandi frá þeim tíma allt fram til 1960, þegar ungu Svíarnir tóku þjóðlagatónlistina ástfóstri, endurlífgarar sænsku þjóðlagahefðarinnar. Hljóðfærið sem á var spilað á 15. og 16. öld er ekki það sama og algengast er í dag. Upprunalega hljóðfærið er samt til í dag, auk margra útfærslna á því, en þessi algengasta, kölluð „nútíma krómatísk nikkelharpa“ varð til fyrir tilstilli tveggja manna. Auguste Brohlin og Eric Sahlström gerðu báðir endurbætur á hljóðfærinu. Brohlin endurbætti upprunalega hljóðfærið upp úr 1925, en Sahlström endurbætti svo nikkelhörpu Brohlins enn frekar um 1980. Þó Brohlin hafi gert endurbæturnar um 1925, fór notkun nikkelhörpunnar samt minnkandi, en það var Sahlström sem gerði það að verkum að þessi gerð er sú sem algengust er í dag. Sahlström kenndi nefnilega öðrum nikkelhörpuleikurum að smíða hljóðfærið, og þeir kenndu öðrum og svo koll af kolli, þannig að í dag eru til u.þ.b. 25.000 nikkelhörpur í Svíþjóð einni og talið er að um 8.000 Svíar spili á hljóðfærið.
 
Sænska [[sekkjapípasekkjarpípa]]n var stór hluti af þjóðlagahefðinni. SekkjapípuleikararSekkjarpípuleikarar komu kunnáttunni á hljóðfærið til arftakanna munnlega. Engar nótur voru til og ekki var kennt á hljóðfærið. Seinasti upprunalegi sekkjapípuleikarinn var Gudmunds Nils Larsson, en hann dó árið [[1949]]. Með honum dó hefðin, en á sjöunda áratugnum með Afturhvarfinu var hljóðfærinu gefið líf á ný.
 
[[harmonikka|Harmonikkur]] og [[munnharpa|munnhörpur]] voru meginþáttur sænskrar þjóðlagatónlistar í upphafi 20. aldarinnar. Frægasti harmonikkuleikari Svíþjóðar er án efa Kalle Jularbo sem var frægur snemma á 20. öldinni. Svo, á tímum afturhvarfsins, voru harmonikkur og munnhörpur ekki vel séðar meðal afturhvarfssinna, eða ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins.
 
 
== Afturhvarfið ==