„Seglskúta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
[[Vindstig]]akvarðinn var saminn á [[19. öldin|19. öld]] og miðaðist við þarfir seglskipa, einkum stærri skipa sem sigldu um [[úthaf|úthöfin]]. Fyrir slík skip gat verið jafnhættulegt að lenda í [[logn]]i og reka stjórnlaust með [[hafstraumur|hafstraumum]], eins og að lenda í [[stormur|stormi]] og hætta á að eyðileggja seglbúnaðinn.
 
Aðalvandinn við að sigla stórum seglskútum á áætlunarleiðum er síbreytileiki vindsins. Þannig getur skipi verið ógerlegt að komast tiltekna leið vegna þess að ekki er hægt að [[beiting (siglingar)|beita]] seglum þannig. Í [[fornöld]] og á [[miðaldir|miðöldum]] var jafnvel stórum seglskipum róið með árum ef þurfti. Stærri [[Árabátur|árabátar]] voru auk þess með seglbúnað til að létta erfiðið um borð þannig að skilin milli seglbáta og árabáta geta verið breytileg; munurinn liggur í því hvor aðferðin (róa eða sigla) er mest notuð, þannig að t.d. [[langskip]] er seglskip, en [[galeiða]] er árabáturáraskip þótt báðar tegundirnar séu búnar bæði árum og seglum.
 
Um leið og [[gufuvél]]in kom fram á sjónarsviðið og síðar [[díselvél]]ar með [[skrúfa|skrúfu]] var farið að nýta vélarafl í bland við seglin. Jafnvel með lítilli vél er hægt að sigla skipinu á móti vindi auk þess sem það er auðveldara að beita skipinu á þröngum leiðum, við landsteina eða í höfnum. Fyrir tilkomu hjálparvéla voru [[dráttarbátur|dráttarbátar]] stundum notaðir til að draga stærri seglskip út á sjó úr höfn og framhjá skerjum. Nú til dags eru flest seglskip búin hjálparvél, ýmist [[díselvél]] innanborðs eða með [[utanborðsmótor]].