„Páll Ísólfsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Added a link
Lína 1:
'''Páll Ísólfsson''' ([[12. október]] [[1893]] – [[23. nóvember]] [[1974]]) var íslenskt [[tónskáld]], orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á [[20. öld]].
 
Páll fæddist á [[Stokkseyri]]. Til [[Reykjavík]]ur kom hann árið [[1908]] og lærði tónlist hjá [[Sigfús Einarsson|Sigfúsi Einarssyni]]. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í [[Leipzig]] (1913-18). Páll fór síðan til [[París]]ar til frekara náms árið [[1925]] og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á [[Ísland]]i. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi [[Lúðrasveit Reykjavíkur|Lúðrasveitar Reykjavíkur]] frá 1924-1936 og skólastjóri [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólans í Reykjavík]] 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.
 
Dóttir Páls var [[Þuríður Pálsdóttir]] sópransöngkona.