„Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 152:
 
Á hátindi ferilsins, árið [[1979]], heyrði Myrkrahöfðinginn orðróm um að um hann hefði verið gerður spádómur sem sagði til um þann sem gæti drepið hann. Voldemort heyrði aðeins lítinn part úr spánni, að þessi persóna myndi vera fædd í lok júlí og eiga foreldra sem höfðu lifað af þrjár tilraunir til að drepa hann. Voldemort uppgötvaði að hann yrði að finna og drepa þetta barn. Stuttu seinna fæddist [[Harry Potter]], þann [[31. júlí]]. Foreldrar hans, Lily og James Potter, voru meðlimir í Fönixreglunni og höfðu komist undan Voldemort í þrígang. Það var reyndar annar strákur sem kom líka til greina enn það var Neville Langbottom. Samt sem áður ákvað Voldemoort að Harry hlyti að vera barnið sem spádómurinn sagði til um. Voldemort gerði dauðaleit að drengnum, en þau voru vel falinn og honum mistókst. Hvernig sem því líður sveik vinur fjölskyldunnar þau og [[31. október]], [[1981]] ruddist Voldemort inn á heimili Potterfjölskyldunnar. Hann drap James og Lily dó einnig þegar hún reyndi að vernda son sinn sem var greinilega næsta fórnarlamb Voldemorts. Þegar Lord Voldemort, magnaðasti galdramaður myrku aflanna sendi drápsbölvunina á Harry Potter, endurkastaðist hún hins vegar á hann sjálfan og gerði hann líkamalausan og kraftlausan. Voldemort flúði. Voldemort dó hins vegar ekki af því að hann hafði tvístrað sál sinni (helkrossar) ,í sjö hluta en Harry varð óvart sá 8undi. Þess vegna var ekki hægt að drepa hann fyrr enn allir helkrossarnir væru ónýtir.
 
==Cornelius Fudge==
Cornelius Fudge er galdramàlaráðherra. Hann er yfirleitt með grænan kúluhatt og klæddur í svarta skikkju. Honum var sparkað úr embætti eftir að hafa harðneitað því að Voldemort hafi snúið aftur. í stað hanns kom Rufus Skrimgur sem var áður yfirmaður skyggnaskrifstofunnar.
 
== Heimildir ==