„Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna''' eru fjölmargar og koma fyrir víða í [[Harry Potter]]-bókunum.
 
=== Harry Potter ===
Harry James Potter fæddist þann [[31. júlí]] árið [[1980]]. Harry Potter er lítill og mjór, með dökkt og úfið hár. Hann er með græn augu, kringlótt gleraugu og ör á enninu, sem er í laginu eins og [[elding]]. Hann er lifandi eftirmynd föður síns, en er með grænu augun frá móður sinni. Foreldrar hans voru '''James Potter''' og '''Lily (Evans) Potter'''. Harry er þekktur um allan galdraheiminn sem „drengurinn sem lifði af“.
 
Lína 23:
 
Í fimmtu bókinni kemst Harry að því að Sirius á heima í Hroðagerði 12 og að þar hefur Fönixreglan aðsetur. Hann kemst seinna að því að mamma hans og pabbi, ásamt fleiri foreldrum vina hans voru í upprunalegu reglunni. Í Hogwart kemur fimmti kennarinn í Vörnum Gegn Miklu Öflunum síðan Harry hóf nám sitt við skólann. Hún heitir Dolores Umbridge og hefur mikinn aga, sérstaklega á krökkunum úr Gryffindor. Harry, Ron og Hermione stofna Varnarlið Dumbledores, og eiga þau samskipti við hina með gallonum og eru samskipti þeirra haldin í Þarfaherberginu. Eftir nokkuð mikla æfingu hjá Varnarliði Dumbledores, ákveður Harry að fara í galdramálaráðuneytið og finna spádóminn um hann og Voldemort. Með honum fara nokkrir vinir hans eins og t.d. Ron, Hermione, Neville Longbottom, Ginny og Luna Lovegood. Þá hefur Voldemort sent drápara sína á staðinn og tefja þeir Harry frá spádómnum þangað til Voldemort kemur þangað sjálfur. Þá hefst mikill bardagi, sem endar með því að Sirius deyr.
 
==Hermione Granger==
Hermione Jean Granger (borið fram [həˈmaɪ.ə.niː]<sup>[[Alþjóðlega hljóðstafrófið|?]]</sup>) er persóna úr bókunum um [[Harry Potter]] eftir [[J.K. Rowling]]. Hún á að vera fædd [[19. september]] [[1979]]. Hermione gengur í galdraskólann [[Hogwarts]] ásamt [[Harry Potter|Harry]] og [[Ron Weasley|Ron]]. Hermione kynntist ekki galdraheiminum fyrr hún var 11 ára, enda er hún fædd inn í [[muggi|muggafjölskyldu]], en foreldrar hennar eru bæði tannlæknar.
 
Hermione er án efa gáfaðasta [[norn]]in í árganginum. Hún hefur dálæti á bókum, og er bókasafnið í Hogwartskóla hennar uppáhaldsstaður. Hún er þó ekki eins góð í námsgreinum sem hún getur ekki lesið sér til um og þar með lært, t.d. [[Quidditch]] og [[spádómafræði]].
 
Hermione er ein allra mikilvægasta persóna bókaflokksins. Á lokasprettinum nýtur Harry aðstoðar hennar og hefði án efa ekki getað án hennar verið. Í kvikmyndunum um Harry Potter er Hermione leikin af [[Emma Watson|Emmu Watson]].
 
Hún og [[Ron Weasley]] hafa alltaf verið svolítið hrifin af hvort öðru, en einnig borið vott af pirringi í garð hvors annars. Í sjöundu bókinni tekur Hermione loksins af skarið og kyssir Ron í miðjum bardaga í Hogwartskóla. Þau giftast seinna, og eignast tvö börn, Hugo og Rose.
 
[[Flokkur:Harry Potter]]