„Blönduós“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
[[Mynd:Skjaldarmerki_Blonduoss.png|thumb|Byggðamerki Blönduósbæjar sem notað var þegar bærinn var sjálfstætt sveitarfélag.]]
[[Mynd:Blönduósbær Loc.svg|thumb|Staðsetning Blönduósbæjar eins og mörk sveitarfélagsins voru á árunum 2002 til 2022.]]
'''Blönduós''' er bær í [[Sveitarfélög Íslands|sveitarfélaginu]] [[Húnabyggð]], við ósa [[Blanda|Blöndu]], eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna [[Hjaltabakki|Hjaltabakka]] og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. [[Þjóðvegur 1]] liggur í gegnum Blönduós.
 
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði [[Torfalækjarhreppur|Torfalækjarhreppi]] en norðan ár [[Engihlíðarhreppur|Engihlíðarhreppi]], en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum [[hreppur|hreppi]], ''Blönduóshreppi''. Þann [[1. febrúar]] [[1936]] var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Hreppurinn varð bæjarfélag [[4. júlí]] [[1988]] og kallaðist þá ''Blönduósbær'' og hélst það nafn áfram við sameiningu við [[Engihlíðarhreppur|Engihlíðarhrepp]] [[9. júní]] [[2002]]. Íbúar Blönduósbæjar samþykktu sameiningu við [[Húnavatnshreppur|Húnavatnshrepp]] í atkvæðagreiðslu 19. febrúar 2022 og tók sú sameining gildi í kjölfar [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosninga 2022]] undir heitinu [[Húnabyggð]].