„Skjaldsveinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Riddarinn [[Wolfram von Eschenbach og skjaldsveinn hans, í handriti frá 14. öld.]] '''Skjaldsveinn''' var á miðöldum ungur maður sem sá um skjöld og brynju riddara og hélt stríðshesti hans. Upphaflega voru skjaldsveinar gjarnan unglingspiltar sem hugðust sjálfir gerast riddarar. Piltar gátu gerst vikapiltar við 7...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Skjaldsveinn''' var á [[miðaldir|miðöldum]] ungur maður sem sá um [[skjöldur|skjöld]] og [[brynja|brynju]] [[riddari|riddara]] og hélt [[stríðshestur|stríðshesti]] hans. Upphaflega voru skjaldsveinar gjarnan unglingspiltar sem hugðust sjálfir gerast riddarar. Piltar gátu gerst [[vikapiltur|vikapiltar]] við 7 ára aldur og orðið skjaldsveinar 14 ára. Stundum báru skjaldsveinar líka merki riddarans í orrustu.
 
Frá miðöldum til okkar daga hafa herragarðseigenduróðalsbændur án formlegs aðalstitils gjarnan verið kallaðir „skjaldsveinar“ ([[enska]]: ''squire'', stytting úr frönsku ''esquire'') í [[Bretland]]i. Titillinn tengist þannig landeigendum í sveitum sem bjuggu á [[herragarður|herragarði]] eða stærsta húsinu í [[þorp]]i. Slíkir skjaldsveinar geta tengst [[aðall|aðalsfjölskyldum]] og átt eigin [[skjaldarmerki]]. Skjaldsveinninn er þá eins konar aðalstitill, hærra settur en [[herramaður]] en lægra settur en riddari. Í [[Skotland]]i er [[lávarður]] (''laird'') hliðstæður titill.
 
Í ensku er ''Esquire'' (stytt ''Esq.'') [[kurteisistitill]] sem í dag er oftast settur aftan við nafn karlmanna af aðalsættum eða hátt settra embættismanna eins og dómara og lögmanna.