„F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
|undirskrift =
}}
'''Frederick John Robinson, fyrsti jarlinn af Ripon''', (1. nóvember 1782 – 28. janúar 1859), kallaður '''hinn háttvirti F. J. Robinson''' til ársins 1827 og '''Vísigreifinn af Goderich'''<ref>* {{cite book | last= Jones, D,| p.first= Daniel | year= 1972| title= Everyman's English Pronouncing Dictionary|edition=thirteenth| location=London | publisher= Dent| isbn=978-0460030151|p=207}}</ref> frá 1827 til 1833, var breskur stjórnmálamaður sem var [[forsætisráðherra Bretlands]] frá ágúst 1827 til janúar 1828.
 
Robinson var kominn af landeignaraðli úr landsbyggðinni og hóf stjórnmálaferil sinn með hjálp fjölskyldutengsla. Eftir að ná kjöri á neðri deild breska þingsins vann hann sig upp metorðastigann með hverju aðstoðarráðherraembættinu á fætur öðru og varð árið 1818 forseti viðskiptaráðsins. Árið 1823 varð hann fjármálaráðherra og gegndi því embætti í fjögur ár. Hann hlaut aðalsnafnbót árið 1827 og gerðist leiðtogi lávarðadeildar breska þingsins og stríðs- og nýlendumálaráðherra.