„Stjörnubíó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3:
Meðal vinsælla kvikmynda sem sýndar voru í Stjörnubíói voru ''[[Rock Around the Clock]]'' (1956), ''[[Brúin yfir Kwai]]'' (1957), ''[[Byssurnar í Navarone]]'' (1961) og ''[[Flåklypa Grand Prix]]'' (1975). Flestar af kvikmyndum [[Óskar Gíslason|Óskars Gíslasonar]] voru frumsýndar í Stjörnubíói en ''[[Björgunarafrekið við Látrabjarg]]'' var þriðja kvikmyndin sem tekin var til sýninga þar 1949. Aðrar íslenskar kvikmyndir sem voru frumsýndar í Stjörnubíói voru meðal annars ''[[Morðsaga]]'' eftir [[Reynir Oddsson|Reyni Oddsson]] 1977, ''[[Eins og skepnan deyr]]'' eftir [[Hilmar Oddsson]] 1986, ''[[Börn náttúrunnar]]'' eftir [[Friðrik Þór Friðriksson]] 1991 og ''[[Ingaló]]'' eftir [[Ásdís Thoroddsen|Ásdísi Thoroddsen]] 1992.
 
Tvisvar kom upp eldur í húsinu. Fyrra skiptið var 18. janúar 1954 en bíóið hóf aftur sýningar eftir nokkurra vikna viðgerðir. Þann 18. desember [[1973]] gjöreyðilagðist sýningarsalur hússins í eldsvoða. Eftir það var salurinn endurbyggður á einni hæð. Bíóið var enduropnað 8. júní 1974. Árið 1982 voru enn gerðar breytingar á húsinu þegar öðrum sýningarsal, fyrir 115 áhorfendur var bætt við á efri hæð.
 
Síðustu kvikmyndasýningarnar í húsinu fóru fram 28. febrúar [[2002]]. Það var rifið í október sama ár. Þar stendur nú [[Bílastæðasjóður|bílastæðahúsið Stjörnuport]].