„Katrín Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ragnhildur.b (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
 
== Fjölskylda og menntun ==
Katrín fæddist á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og ólst þar upp til fimm ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til [[Bessastaðir|Bessastaða]] á [[Álftanes|Álftanesi]]. Þegar Katrín var 12 ára gömul flutti flutti fjölskyldan að [[Vonarstræti 12]] í Reykjavík. Foreldrar Katrínar voru hjónin [[Skúli Thoroddsen]] (1859-1916) lögfræðingur, sýslumaður, ritstjóri og alþingismaður og [[Theodóra Thoroddsen|Theódóra Thoroddsen]] (1863-1954) skáld og kvenréttindakona og var Katrín sjöunda í röð þrettán systkina.<ref name=":2">Kristín Ástgeirsdóttir, [https://timarit.is/page/4316440#page/n13/mode/2up „Katrín Thoroddsen“], ''Andvari'', 1. tbl, 132. árg. 2007 (skoðað 28. desember 2020) </ref> Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1915, prófi í læknisfræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1921 og stundaði framhaldsnám á sjúkrahúsum erlendis, m.a. í Noregi, Danmörku og Þýskalandi á árunum 1921-1923. Síðar fór hún í námsferðir til Evrópu og Kína og kynnti sér heilsugæslu og heilsuvernd barna. Hún varð viðurkenndur sérfræðingur í barnasjúkdómum árið 1927.
 
Katrín var ógift og barnlaus.<ref name=":3">Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=370 Æviágrip - Katrín Thoroddsen] (skoðað 27. desember 2020)</ref>
Lína 18:
Katrín fór fyrst í framboð í [[Alþingiskosningar 1937|alþingiskosningunum árið 1937]] og var þá í fjórða sæti á lista [[Kommúnistaflokkur Íslands|Kommúnistaflokks Íslands]]. Hún náði ekki kjöri en listinn fékk þrjá fulltrúa kjörna. Árið 1942 voru haldnar tvennar alþingiskosningar og í þeim [[Alþingiskosningar 1942 (júlí)|fyrri]] var Katrín í sjötta sæti á lista [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokks Íslands]] í Reykjavík. Hún talaði meðal annars fyrir hönd flokksins í útvarpsumræðum og var ætlað að höfða sérstaklega til kvenna. Í [[Alþingiskosningar 1942 (október)|seinni kosningunum]] árið 1942 var Katrín í fimmta sæti á lista flokksins í Reykjavík en tókst ekki að ná þingsæti þrátt fyrir stórsigur flokksins. Hún tók þó sæti sem varaþingmaður [[Einar Olgeirsson|Einars Olgeirssonar]] árið 1945.<ref name=":2" />
 
Sósíalistar lögðu mikið kapp á að tryggja Katrínu þingsæti í [[Alþingiskosningar 1946|alþingiskosningunum árið 1946]] en þá hefðihafði engin kona setið sem kjörinn þingmaður frá árinu 1938. Katrín náði kjöri og varð þriðja konan til að taka sæti á þingi á eftir þeim [[Ingibjörg H. Bjarnason|Ingibjörgu H. Bjarnason]] og [[Guðrún Lárusdóttir|Guðrúnu Lárusdóttur]]. Hún var meðal annars 2. varaforseti sameinaðs þings árið 1946 og sat í félags- og heilbrigðismálanefnd og barðist fyrir þau sem minna mega sín með sérstakri áherslu á málefni kvenna. Á þingi lagði hún fram breytingartillögu um hærra fjárframlag til [[Kvenréttindafélag Íslands|Kvenréttindafélags Íslands]] og var flutningsmaður frumvarps til laga um dagheimili fyrir börn en málið náði ekki fram að ganga og hlaut dræmar undirtektir starfsbræðra Katrínar á þingi. Sömu sögu var einnig að segja um frumvarp hennar um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt en þar lagði hún til að tekjur hjóna væru ekki taldar fram saman og ekki skattlagðar sem heild. Hún bar einnig fram tillögu um aukinn innflutning á ávöxtum með það fyrir augum að almenningur hefði betra aðgengi að slíkri hollustufæðu. Tillagan var samþykkt á Alþingi en komst ekki til framkvæmda og bar [[Emil Jónsson]] forsætisráðherra því við að ástæðan væri gjaldeyrisskortur sem hamlaði innflutningi. Katrín lagði einnig fram breytingartillögu um að viðbótargjald af innflutningsleyfum á raftækjum til heimilisnota yrði fellt niður svo verð myndi lækka og þannig ættu fleiri húsmæður þess kost að eignast raftæki sem létt gætu þeim heimilisstörfin.<ref name=":1" />
 
Í [[Alþingiskosningar 1949|alþingiskosningunum árið 1949]] tapaði Katrín þingsæti sínu en hún hafði færst niður um eitt sæti frá fyrri kosningum til að skapa pláss á lista fyrir [[Brynjólfur Bjarnason|Brynjólf Bjarnason]]. Katrín sagðist sjálf hafa hafa óskað eftir að færast neðar á listann og taldi að fimmta sætið gæti orðið baráttusæti. Margar konur í röðum sósíalista urðu afar ósáttar við þessa ráðstöfun en Katrín stappaði stálinu í þær og lagði áherslu á mikilvægi baráttu kvenna innan flokksins til að tryggja henni áframhaldandi setu á þingi.