„Montesúma 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Á valdatíð Montesúma náði [[Astekar|Astekaveldið]] hápunkti landfræðilegrar stærðar sinnar. Montesúma herjaði á nágrannaþjóðir sínar og þandi veldi sitt út alla leið suður til [[Soconusco]] (landsvæðis sem nú er á landamærum [[Mexíkó]] og [[Gvatemala]]). Í þessum hernaði innlimaði Montesúma þjóðir [[Zapotekar|Zapoteka]] og [[Tlapanekar|Tlapaneka]] inn í Astekaveldið. Montesúma breytti þjóðfélagskerfi Astekaveldisins, sem áður hafði byggst á [[verðleikaræði]], og jók forréttindi aðalsstéttarinnar með því að banna almúganum að vinna í keisarahöllunum.
 
Montesúma fékk fregnir af komu aðkomumanna á meginlandið árið 1517. Árið 1519 fylgdist hann af athygli með framsókn landvinningaliðs Hernáns Cortés og lét senda honum gjafir sem hann vonaðist til þess að myndu friðþægja Spánverjana og halda þeim í burtu.<ref name=vísir>{{Vefheimild|titill=Montezuma, konungur Aztekanna|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3544018|útgefandi=''[[Vísir (dagblað)|Vísir]]''|ár=1944|mánuður=5. mars|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=19. desember}}</ref> Gjafirnar höfðu þveröfug áhrif og græðgin í gull varð Spánverjum aðeins enn frekari hvati til þess að komast yfir auðæfi Astekaveldisins.
 
Montesúma og hirðmenn hans tóku á móti Cortés og Spánverjunum þegar þeir komu til Tenochtitlán. Samkvæmt sumum heimildum hélt Montesúma að Cortés væri asteski guðinn [[Quatzalcoatl]], sem hafði samkvæmt goðsögnum siglt út á haf en átti samkvæmt spádómi að snúa aftur einn daginn.<ref name=vísir/><ref name=mbl>{{Vefheimild|höfundur=Berglind Gunnarsdóttir|titill=Fulltrúi sólguðsins felldur|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3313834