„La fille du Z“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''La fille du Z''', (Íslenska ''Dóttir Zorglúbbs'') er fyrsta bókin í sjálfstæðri ritröð um Zorglúbb úr sagnaflokknum um Svalur og Val...
 
Haukurth (spjall | framlög)
→‎Söguþráður: þú > þau
Lína 3:
== Söguþráður ==
 
Sagan hefst á göngugötu fyrir utan [[kvikmyndahús]] í [[Brüssel]] þar sem táningsstúlkan ''Zandra'' og vinur hennar ''André'' eru að koma af stefnumóti á hasarmynd. ÞúÞau [[koss|kyssast]], en um leið koma torkennileg hátækniloftför aðvífandi, elta þau og fanga. André verður skelfingu lostinn, en Zandra áttar sig strax á að hér er kominn [[faðir]] hennar Zorglúbb.
 
Zorglúbb er snjall [[vísindamaður]] sem hefur yfir að búa ótrúlegum tæknibúnaði og vélmennaher. Zorglúbb elskar dóttur sína heitt en ofverndar hana, sem veldur harkalegum deilum þeirra á milli. Einkaþjónn Zorglúbbs, ofurgreinda [[vélmenni|vélmennið]] ''Frédzorg'', reynir árangurslaust að ráðleggja húsbónda sínum um [[uppeldisfræði|uppeldismál]].
 
André raknar út rotinu í höfuðstöðvum Zorglúbbs og rambar á herbergi Zöndru. Zorglúbb rekst á piltinn og ærist af reiði en í sömu andrá berast fregnir af komu hershöfðingja nokkurs, svo Zorglúbb lætur nægja að frysta piltinn með hjálp ''zor-geisla''. Hershöfðinginn er kominn til þess að kaupa [[vopn]], en Zorglúbb fjármagnar vísindastörf sín með vopnasölu. Að þessu sinni falast hershöfðinginn eftir „skrímslinu“, ofurfullkomnu vélmenni sem Zorglúbb hefur hannað.