„París“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 7 mánuðum
m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
'''París''' er höfuðborg [[Frakkland]]s og höfuðstaður héraðsins [[Île-de-France]]. París er jafnframt fjölmennasta borg Frakklands. Íbúafjöldinn í borginni var um 2,175 milljónir 2018, á 105 ferkílómetra svæði. Borgin byggðist út frá eyju í ánni [[Signa (á)|Signu]] þar sem er hinn sögulegi miðbær og dómkirkjan [[Notre Dame]]. Borgin hefur verið ein af helstu miðstöðvum fjármála, stjórnmála, viðskipta, tísku, matreiðslu, vísinda og lista í Evrópu frá 17. öld. Í héraðinu Île-de-France búa 12,2 milljónir íbúa, eða 18% íbúa landsins.<ref name="IDF_pop">{{cite web|url=https://www.insee.fr/fr/statistiques/1405599?geo=REG-11|title=Comparateur de territoire: Région d'Île-de-France (11)|publisher=INSEE|access-date=10 February 2021}}</ref> [[Verg landsframleiðsla]] í héraðinu var 709 milljarðar evra árið 2017.<ref name="Euro-PR">{{cite web|url=https://ec.europa.eu/eurostat/documents/2995521/9618249/1-26022019-AP-EN.pdf/f765d183-c3d2-4e2f-9256-cc6665909c80 |title=Regional GDP per capita in EU |publisher=Eurostat |date=28 February 2018 |access-date=6 March 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190902020336/https://ec.europa.eu/eurostat/documents/2995521/9618249/1-26022019-AP-EN.pdf/f765d183-c3d2-4e2f-9256-cc6665909c80 |archive-date=2 September 2019 |url-status=live }}</ref> Samkvæmt könnun [[Economist Intelligence Unit]] á framfærslukostnaði um víða veröld var París önnur dýrasta borg heims, á eftir Singapúr; dýrari en Hong Kong, Zürich, Ósló og Genf.<ref>Economist Intelligence Unit Worldwide Cost of Living Survey, 2018, cited in the ''[[The Daily Telegraph|Daily Telegraph]]'', [https://www.telegraph.co.uk/travel/city-breaks/most-expensive-and-cheapest-cities-2018/ 16 March 2018] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190330170311/https://www.telegraph.co.uk/travel/city-breaks/most-expensive-and-cheapest-cities-2018/ |date=30 March 2019 }}</ref>
 
París er stór samgöngumiðstöð fyrir bæði lestarsamgöngur, flugsamgöngur og þjóðvegakerfið í Evrópu. Í borginni eru tveir alþjóðaflugvellir, [[Charles de Gaulle-flugvöllur]] og [[Orly-flugvöllur]]..<ref>{{Cite news|url=https://www.usatoday.com/story/travel/flights/todayinthesky/2018/04/09/list-worlds-20-busiest-airports-2017/498552002/|title=List: The world's 20 busiest airports (2017)|work=USA Today|access-date=2018-05-02|language=en|archive-url=https://web.archive.org/web/20180625213204/https://www.usatoday.com/story/travel/flights/todayinthesky/2018/04/09/list-worlds-20-busiest-airports-2017/498552002/|archive-date=25 June 2018|url-status=live}}</ref><ref>{{Cite news|url=http://www.airport-world.com/news/general-news/6601-aci-figures-reveal-the-world-s-busiest-passenger-and-cargo-airports.html|title=ACI reveals the world's busiest passenger and cargo airports|date=2018-04-09|work=Airport World|access-date=2018-05-02|archive-url=https://web.archive.org/web/20180628125151/http://www.airport-world.com/news/general-news/6601-aci-figures-reveal-the-world-s-busiest-passenger-and-cargo-airports.html|archive-date=28 June 2018|url-status=live}}</ref> Neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar, [[Paris Métro]], var opnað árið 1900 og flytur 5,23 milljónir farþega á dag.<ref>{{cite web|title = Métro2030|url = http://www.ratp.fr/en/ratp/r_108501/metro2030-our-new-paris-metro/|website = RATP (Paris metro operator)|access-date = 25 September 2016|url-status=dead|archive-url = https://web.archive.org/web/20161221051116/http://www.ratp.fr/en/ratp/r_108501/metro2030-our-new-paris-metro/|archive-date = 21 December 2016|df = dmy-all}}</ref> Það er annað mest notaða neðanjarðarlestarkerfi í Evrópu á eftir [[neðanjarðarlestarkerfi Moskvu]]. [[Gare du Nord]] er í 24. sæti yfir mest notuðu lestarstöðvar heims, en er líka sú mest notaða utan Japans, með 262 milljón farþega árið 2015.<ref>{{Cite news|url=https://japantoday.com/category/features/travel/the-51-busiest-train-stations-in-the-world-all-but-6-located-in-japan|title=The 51 busiest train stations in the world – all but 6 located in Japan|work=Japan Today|date=6 February 2013|access-date=22 April 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170422213423/https://japantoday.com/category/features/travel/the-51-busiest-train-stations-in-the-world-all-but-6-located-in-japan|archive-date=22 April 2017|url-status=live}}</ref> París er þekkt fyrir söfn og frægar byggingar. [[Louvre]] státar af mestum gestafjölda allra safna heims, með næstum 2,7 milljónir gesta árið 2020 þrátt fyrir lokanir vegna [[Covid-19-faraldurinn|Covid-19-faraldursins]] það ár.<ref>"Le Parisien", 8 January 2021, "Covid-19 - la frequentation du Musée du Louvre s'est effondrée de 72 percent en 2020"</ref> [[Musée d'Orsay]], [[Musée Marmottan Monet]] og [[Musée de l'Orangerie]] eru öll þekkt fyrir söfn myndlistar eftir [[impressjónismi|impressjónistana]]; og [[Centre Pompidou]] og [[Musée National d'Art Moderne]] geyma stærstu söfn nútíma- og samtímamyndlistar í Evrópu. [[Musée Rodin]] og [[Musée Picasso]] geyma verk eftir tvo fræga Parísarbúa. Sögulegi miðbærinn meðfram ánni [[Signa (á)|Signu]] hefur verið á [[heimsminjaskrá UNESCO]] frá 1991. Þar eru meðal annars [[Notre Dame]]-dómkirkjan og konungskapellan [[Sainte-Chapelle]] á eyjunni [[Île de la Cité]]. [[Eiffelturninn]] var reistur í París fyrir [[Heimssýningin í París 1889|Heimssýninguna 1889]] og ráðstefnuhallirnar [[Grand Palais]] og [[Petit Palais]] voru reistar fyrir [[Heimssýningin í París 1900|Heimssýninguna 1900]]. [[Sigurboginn í París]] stendur við breiðgötuna [[Champs-Elysées]] og [[Basilica ofde Sacré-Coeur]] stendur í listamannahverfinu [[Montmartre]] á hæð norðan við sögulegu miðborgina.<ref name = "unesco">{{cite web |url = http://whc.unesco.org/en/list/600 |title = Paris, Banks of the Seine |website = UNESCO World Heritage Centre |publisher = United Nations Educational, Scientific, and Cultural Organization |access-date = 17 October 2021}}</ref>
 
Árið 2020 heimsóttu 12,6 milljónir ferðamanna París, byggt á gistináttafjölda, sem var 73% fækkun miðað við árið á undan. Fjöldi erlendra gesta minnkaði um 80,7%.<ref>"Le tourisme à Paris - Chiffres clés 2020 (édition 2021)", Official Website of the Paris Convention and Visitor Bureau, retrieved September 10, 2021</ref> Söfnin voru opnuð á ný árið 2021 en með fjöldatakmörkunum og grímuskyldu.
48.346

breytingar