„Josephine Baker“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Bætir við 1 bók til að sannreyna (20211016)) #IABot (v2.0.8.2) (GreenC bot
Lína 1:
[[Mynd:Baker_Harcourt_1940_2.jpg|thumb|right|Josephine Baker árið 1940.]]
'''Josephine Baker''' (fædd '''Freda Josephine McDonald''', franskur ríkisborgari sem '''Joséphine Baker'''; [[3. júní]] [[1906]]–[[12. apríl]] [[1975]]) var frönsk sviðslistakona af bandarískum uppruna, [[Franska andspyrnuhreyfingin|andspyrnukona]] og baráttukona fyrir [[Borgaraleg réttindi|borgaralegum réttindum]]. Ferill hennar var fyrst og fremst í Evrópu, aðallega í Frakklandi þar sem hún settist að. Hún var fyrsta svarta konan sem lék aðalhlutverk í stórri kvikmynd, þöglu myndinni ''[[La Sirène des tropiques]]'' frá 1927, í leikstjórn Mario Nalpas og [[Henri Étiévant]].<ref>{{Cite book|title=Women Heroes of World War II|url=https://archive.org/details/womenheroesworld00atwo|last=Atwood|first=Kathryn|work=Chicago Review Press|year=2011|isbn=978-1-55652-961-0|page=[https://archive.org/details/womenheroesworld00atwo/page/77 77]}}</ref>
 
Í upphafi ferils síns var hún meðal frægustu flytjenda revía í [[Folies Bergère]] í [[París]]. Flutningur hennar í revíunni ''Un vent de folie'' árið 1927 olli uppnámi í borginni. Búningurinn hennar, sem var stutt pils úr gervibanönum og perluhálsfesti, varð að táknmynd fyrir bæði [[djassöldin]]a og [[Organdi áratugurinn|organdi áratuginn]] (The Roaring Twenties).