„Sólkerfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Sólkerfið myndaðist fyrir 4,6 milljörðum ára við [[þyngdarhrun]] risastórs [[sameindaský]]s. Megnið af [[massi|massa]] sólkerfisins er í sólinni og megnið af því sem eftir er í reikistjörnunni [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]]. Innri reikistjörnurnar fjórar, Merkúríus, [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Jörðin]] og [[Mars (reikistjarna)|Mars]] eru [[jarðstjarna|jarðstjörnur]], aðallega gerðar úr bergi og málmum. Ytri reikistjörnurnar fjórar eru [[risareikistjarna|risareikistjörnur]], miklu stærri en innri reikistjörnurnar. Tvær þeirra, [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]] og [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], eru [[gasrisi|gasrisar]], aðallega gerðar úr [[vetni]] og [[helín]]i. Ystu reikistjörnurnar tvær, [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]] og [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]], eru [[ísrisi|ísrisar]] gerðir úr efnum með tiltölulega hátt bræðslumark, eins og [[vatn]]i, [[ammóníak]]i og [[metan]]i. Reikistjörnurnar átta ganga umhverfis sólina á sporöskjulaga sporbrautum sem liggja nokkurn veginn á sama fleti sem nefnist [[sólbaugur]].
 
Í sólkerfinu eru margir hlutir sem eru minni en reikistjörnur. [[Loftsteinabeltið]] liggur á milli brauta Mars og Júpíters og inniheldur aðallega hluti úr svipuðu efni og innri reikistjörnurnar, bergi og málmum. Utan við sporbaug Neptúnusar liggja [[Kuiper-beltið]] og [[Dreifðadreifða skífan]] sem aðallega innihalda [[útstirni]] úr ís. Handan við þau hafa nýlega uppgötvast [[sednusstirni]]. Meðal þessara hluta eru nokkrir nógu massamiklir til að hafa rúnnast vegna eigin þyngdarafls, þótt enn sé deilt um hversu margir þeir geti verið. Slíkir hlutir eru þekktir sem [[dvergreikistjarna|dvergreikistjörnur]]. Eina dvergreikistjarnan sem fullvissa ríkir um er [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútó]], en talið er að [[Eris (dvergreikistjarna)|Eris]] sé það líklega og hugsanlega líka [[Seres (dvergreikistjarna)|Seres]]. UtanAuk viðþessara þautveggja ersvæða eru ýmis önnur smáhlutaský, [[Oort-skýiðhalastjarna|halastjörnur]], [[kentár (stjörnufræði)|kentárar]] og [[nærgeimsryk]]ský, sem ferðast milli þeirra. Sex af reikistjörnunum, sex stærstu dvergreikistjörnurnar og margir minni hlutir eru með [[fylgihnöttur|fylgihnetti]] sem ganga á braut umhverfis þær. Allar ytri reikistjörnurnar eru með [[plánetuhringur|plánetuhringi]] úr ryki og öðrum hlutum.
 
[[Sólvindur]], stöðugur straumur af öreindum sem flæðir frá sólinni, myndar [[sólvindshvolf]] utan um sólkerfið, sem er eins og loftbóla í [[miðgeimsefni]]nu. Mörk sólvindshvolfsins eru við [[sólvindshvörf]], þar sem þrýstingur sólvindsins verður jafnmikill og þrýstingur miðgeimsefnisins. Sólvindshvörfin liggja við ytri brún dreifðu skífunnar. Utan við þau er [[Oort-skýið]] þar sem talið er að langferðahalastjörnur eigi upptök sín. Oort-skýið gæti náð þúsund sinnum lengra frá sólinni en sólvindshvörfin. Sólkerfið er 26.000 ljósárum frá miðju [[Vetrarbrautin|Vetrarbrautarinnar]], í [[Óríonsarmur|Óríonsarmi]] þar sem flestar stjörnurnar sem sjást á næturhimninum eru staðsettar. Næstu stjörnukerfi eru innan [[staðarbólan|staðarbólunnar]] í Óríonsarminum. Næsta stjarna við sólina er [[Proxima Centauri]] í 4,25 ljósára fjarlægð.
 
Í sólkerfinu okkar eru 8 reikistjörnur á sporbaug um sólu að [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútó]] frátekinni. Þær heita, í röð frá sólu: