„John Raleigh Mott“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.1
Lína 22:
Mott fæddist í [[Livingston-setur|Livingstone-setri]] í [[Sullivan-sýsla|Sullivan-sýslu]] þann 25. maí árið 1865.<ref>{{Vefheimild|titill=John R. Mott|url=https://timarit.is/page/4408268|útgefandi=''[[Ljósberinn]]''|ár=1925|mánuður=19. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref> Fjölskylda hans flutti til [[Postville]] í [[Iowa]] í september sama ár.<ref>{{Vefheimild|titill=John R. Mott|url=https://timarit.is/page/5229846|útgefandi=''[[Kristilegt stúdentablað]]''|ár=1960|mánuður=1. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref> Hann gekk í Háskólann í Efri-Iowa, þar sem hann nam sagnfræði og vann verðlaun í rökræðukeppnum. Hann flutti yfir í [[Cornell-háskóli|Cornell-háskóla]] og útskrifaðist þaðan með [[Baccalaureus Artium|B.A.-gráðu]] árið 1888. Mott var undir áhrifum frá [[Arthur Tappan Pierson]], einum hvatamanninum að baki sjálfboðahreyfingar stúdenta í erlendum trúboðum, sem var stofnuð árið 1886. Mott kvæntist Leilu Ödu White (1866-1952) árið 1891 og eignaðist með henni tvo syni og tvær dætur.
 
Árið 1910 sótti Mott heimsráðstefnu trúboða, sem var mikilvægur áfangi í nútímasögu trúboða af [[mótmælendatrú]]. Árið 1912 var Mott og kollega hans boðið ókeypis far með farþegaskipinu [[RMS Titanic|RMS ''Titanic'']] en þeir afþökkuðu boðið og ferðuðust með fábrotnara skipi, SS ''Lapland''. Þegar félagarnir fréttu síðar af því að ''Titanic'' hefði farist litu þeir á hvern annan og sögðu: „Drottinn hlýtur að hafa fleiri verkefni fyrir okkur.“<ref>{{cite web| title= Seven Famous People Who Missed the Titanic | author=Greg Daugherty| publisher=Smithsonian Magazine| url=http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/Seven-Famous-People-Who-Missed-the-Titanic.html| date=March 2012| access-date=2020-04-01| archive-date=2013-10-21| archive-url=https://web.archive.org/web/20131021104456/http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/Seven-Famous-People-Who-Missed-the-Titanic.html| dead-url=yes}}</ref>
 
Mott ferðaðist um Evrópu og kynnti [[samkirkjufræði]] og ferðaðist síðan til Asíu. Frá október 1912 til maí 1913 hélt hann 18 ráðstefnur, meðal annars í [[Seylon]], [[Indland]]i, [[Búrma]], [[Malaja]], [[Kína]], [[Kórea|Kóreu]] og [[Japan]].<ref>A History of the Ecumenical Movement 1517-1848, 2d edition, p. 364</ref> Hann vann einnig með [[Robert Hallowell Gardiner III]] til að viðhalda sambandi við [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan|rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna]] og [[Tíkon erkibiskup]] í Moskvu eftir [[Rússneska byltingin 1917|rússnesku byltinguna]].