„Raffaello Sanzio“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Sanzio 00.jpg|thumb|right|Sjálfsmynd af Rafael]]
'''Raffaello Sanzio da Urbino''' betur þekktur sem '''Rafael''' ([[6. apríl]] [[1483]] – [[6. apríl]] [[1520]]) var [[Ítalía|ítalskur]] listmálari og byggingameistari á [[endurreisnin|endurreisnartímanum]]. Einkenni á verkum hans eru einfaldleikieinföld formaform, áreynslulaus myndbygging og sjónræn útfærsla [[nýplatónismi|nýplatónsku]] hugmyndarinnar um mikilfengleika [[maður|mannsins]].<ref>On Neoplatonism, see [https://books.google.co.uk/books?id=SC7Id_HAa7IC&pg=PA104 Chapter 4, "The Real and the Imaginary"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181216074305/https://books.google.co.uk/books?id=SC7Id_HAa7IC&pg=PA104 |date=16. desember, 2018 }}, in Kleinbub, Christian K., ''Vision and the Visionary in Raphael'', 2011, Penn State Press, {{ISBN|978-0271037042}}</ref> Rafael er gjarnan nefndur í sömu andrá og aðrir tveir endurreisnarmeistarar frá Toscana á sama tímabili: [[Leonardo da Vinci]] og [[Michelangelo]].<ref>Sjá t.d. {{cite book |first1=Hugh |last1=Honour |first2=John |last2=Fleming |title=A World History of Art |year=1982 |publisher=Macmillan Reference Books |location=London |isbn=978-0333235836 |oclc=8828368 |page=357}}</ref>
 
Faðir hans var hirðmálari í menningarborginni [[Úrbínó]]. Árið [[1504]] hélt hann til [[Flórens]]. Árið [[1508]] flutti hann til [[Róm]]ar þar sem hann var strax ráðinn af [[Júlíus 2.|Júlíusi 2.]] til að mála sum af herbergjunum í páfahöllinni í [[Vatíkanið|Vatíkaninu]]. Árið [[1515]] fékk hann það verkefni að sjá um skráningu og varðveislu fornra höggmynda í [[Vatíkansafnið|Vatíkansafninu]]. Þrátt fyrir að deyja tiltölulega ungur, var hann mjög afkastamikill, rak stórt verkstæði og skildi eftir sig mikið magn verka. Hann hafði mikil áhrif í Róm á meðan hann lifði en utan borgarinnar var hann aðallega þekktur fyrir prentmyndir sem [[Marcantonio Raimondi]] gerði eftir verkum hans.