„Palombía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 4:
Á korti í [[Baráttan um arfinn|Baráttunni um arfinn]] sést að Palombía, sem sögð er minnsta land Suður-Ameríku, liggi á mörkum [[Venesúela]], [[Perú]], [[Kólumbía|Kólumbíu]] og [[Brasilía|Brasilíu]]. Í bókinni [[Burt með harðstjórann!]] kemur þó einnig fram að Palombía eigi [[landamæri]] að ríkinu ''Gúaraka''.
 
Um helmingur íbúanna býr í höfuðborginni ''Síkító'' (spænska: ''Chiquito''). Náttúrufar er fjölbreytt. Hluti landsins er gróðurlítil [[eyðimörk]] en þar má líka finna volduga frumskóga, [[steppa|steppusvæði]] og háa fjallgarða. Í Palombíu finnast líka finnaeinnig hyldjúp [[stöðuvatn|vötn]] sem eru að mestu ókönnuð.
 
Dýra- og fuglalíf Palombíu er fjölskrúðugt, einkum í frumskóginum. [[Jagúar|Jagúarar]], [[tapír|tapírar]], skrautlegir [[páfagaukur|páfagaukar]] og píranafiskar eru áberandi. Sérstæðasta skepna frumskógarins er þó vafalítið gormdýrið sem býr yfir ógnarkröftum og óvenjulega mikilli greind. Gormdýr eru í miklum metum hjá dýrasöfnurum og eru veiðiþjófar algengir í landinu.