„Persónufornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
 
===Kyn===
Kyngreinandi tungumál geta haft ólík form persónufornafna eftir [[kyn (málfræði)|málfræðilegu kyni]] orðsins sem vísað er til eða [[kyn]]i þeirrar manneskju sem vísað er til. Þar sem ekki er vitað hvers kyns tilvísunin er er notast við sjálfgefið kyn, sem getur verið eftir atvikum hvorugkyn (í ensku ''it''), karlkyn (í frönsku ''il'') eða kvenkyn (í [[velska|velsku]] ''hi''). Í sumum tungumálum getur verið ótækt að vísa til fullorðinnar manneskju með hvorugkynsfornafni og er þá sjálfgefnaannað fornafniðfornafn notað þegar óvíst er um kyn eins og til dæmis ''they'' í eintölu í ensku. Sama gildir um fleirtöluna þegar vísað er til hóps fólks af blönduðu kyni, en í sumum málum, eins og íslensku, getur hvorugkynið („þau“) í því tilviki komið í staðinn fyrir sjálfgefna kynið („þeir“). Í ensku er stundum notast við fornafnið ''they'' í eintölu til að vísa til óviss kyns eða kynsegin manneskju.
 
Þar sem málfræðilegt og líffræðilegt kyn flækist saman með ýmsum hætti<ref>{{vefheimild|höfundur=Eiríkur Rögnvaldsson|titill=Kynusli|url=https://uni.hi.is/eirikur/2019/10/18/kynusli/}}</ref> hefur í sumum tungumálum komið upp þörf til að búa til ókyngreind persónufornöfn sem vísa til fólks þar sem kynið er óvíst, vísað er til [[kynsegin]] manneskju eða hið sjálfgefna kyn á annan hátt óviðeigandi. Þannig hefur verið stungið upp á þriðju persónufornafninu ''hen'' í [[sænska|sænsku]] (ókyngreinda fornafnið ''hän'' var til fyrir í [[samíska|samísku]]), ''hin'' í [[norska|norsku]] og ''hán'' í íslensku. Þessi ókyngreindu fornöfn hafa áunnið sér mismikinn sess í málunum.