„Víóla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
set tengil á ættkvíslina Viola efst.
 
Lína 1:
: ''[[Fjóla (blóm)|Viola]] er einnig ættkvísl plantna sem eru í daglegu tali nefndar fjólur.''
[[Mynd:Bratsche.jpg|thumb|Víóla]]
'''Víóla''' eða '''lágfiðla''' (einnig stundum kölluð ''alto'' upp á [[Franska|frönsku]] eða ''bratsche'' upp á [[Þýska|þýsku]]) er [[strengjahljóðfæri]] í [[Fiðlufjölskyldan|fiðlufjölskyldunni]]. Hún er einskonar millistig milli [[Fiðla|fiðlu]] og [[selló]]s. Strengir hennar eru vanalega stilltir áttund ofar en strengir sellósins (og hafa þar af leiðir sömu nöfn) og fimmund neðar en fiðlunnar (og eru þar af þrír strengir af fjórum þeir sömu). Dýpsti strengurinn er stilltur á mið-C, hinir í fimmundum upp á við: G D og A. Víóla og fiðla eru mjög skyld hljóðfæri, og fyrir þá sem ekki þekkja þau vel getur verið mjög erfitt að þekkja þau í sundur í sjón. Víólan er hinsvegar miklu stærri en fiðla, og þýðir alþjóðanafnið yfir fiðlu, violin, í raun lítil víóla. Haldið er á víólu á sama hátt og fiðlu: annar endinn er settur milli höku og axlar hljóðfæraleikarans, og vinstri hendin teygð út að hinum endanum. Spilað er á [[hljóðfæri]]ð líkt og önnur í fiðlufjölskyldunni: Með vinstri hendi er þrýst niður á strengina til að ákvarða tónhæð og með þeirri hægri eru lengdargildi ákvörðuð, oftast notandi [[Bogi (strengjahljóðfæri)|boga]]. Til eru sérstakir víólubogar, en nú til dags eru sumir víóluleikarar farnir að nota fiðluboga. Þeir sem ekki gera það, aftur á móti, eru oft mjög ósammála slíkri notkun. Nótur fyrir víólu eru skrifaðar í alt-lykli, sem er ein gerð [[C-lykill|c-lykils]]. Hún er eitt aðeins tveggja hljóðfæra sem notar þann lykil undir eðlilegum kringumstæðum, hitt er [[básúna]] (sem þó notar oft [[F-lykill|f-lykil]]). Í samspili, einkum þegar önnur strengjahljóðfæri eru til staðar, er hlutverk víólunnar oftar en ekki að, ásamt annarri fiðlurödd (ef henni er að skipta), spila millirödd milli radda sellós og fyrstu fiðlu.