„François Duvalier“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 39:
Undir stjórn Duvaliers dróst landsframleiðsla Haítí verulega saman og útflutningságóði minnkaði um þrjá fjórðunga frá því sem hann hafði verið á 18. öld.<ref name=samvinnan/> Duvalier dró sjálfum sér miklar fjárhæðir úr útflutningssjóðum og mikill hluti erlendra fjármuna sem ætlaðir voru til þróunarhjálpar runnu beint í vasa forsetans.<ref name=fálkinn/> Þar sem Duvalier var svarinn andkommúnisti sættu Bandaríkjamenn sig með semingi við ógnarstjórn hans og reyndu að viðhalda bandalagi við Haítí. Duvalier tókst sér í lagi að styrkja bandalag sitt við Bandaríkin eftir að [[Fidel Castro]] komst til valda á Kúbu og Duvalier greiddi atkvæði með alþjóðlegu viðskiptabanni gegn stjórn hans.
 
Árið 1959 fékk Duvalier alvarlegt [[hjartaáfall]] sem læknar töldu hafa valdið varanlegum heilaskaða. Á meðan Duvalier var að ná sér tók [[ClementClément Barbot]], leiðtogi Macoute-liðanna, við stjórn landsins. Þegar Papa Doc rankaði við sér fór hann að gruna Bardot um að brugga launráð gegn sér og lét setja hann í fangelsi. Barbot var sleppt úr fangelsi árið 1963 en fór hann þá að leggja á ráðin um að hefna sín á Duvalier með því að ræna börnum hans og taka völdin í landinu. Duvalier komst á snoðir um fyrirætlanir Barbots og lét skipa handtöku hans en Barbot tókst lengi að forðast lögreglusveitir forsetans. Papa Doc taldi að Barbot hefði beitt vúdúgöldrum til að breyta sér í svartan hund og fyrirskipaði því að allir svartir hundar á Haítí skyldu teknir af lífi. Að lokum var Barbot handsamaður og hann hálshöggvinn af stjórnvöldum. Duvalier hélt eftir höfði Barbots til að geta átt áfram í samskiptum við anda hans með vúdúgöldrum.<ref name=endurkoma>{{Vefheimild|höfundur=Björn Teitsson|titill=Baby Doc snýr aftur til Haítí|url=https://timarit.is/page/6378473|útgefandi=''DV''|ár=2011|mánuður=19. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. mars}}</ref>
 
Duvalier lést árið 1971 úr hjartagalla og sykursýki. Hann lét völdin ganga til nítján ára gamals sonar síns, [[Jean-Claude Duvalier|Jean-Claude]], sem gekk undir gælunafninu „Baby Doc“.