„Messías“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Í trúarhefð gyðinga er '''messías''' afkomandi [[Davíð konungur|Davíð]]s konungs, hann mun endurreisa ríki Davíðs og skapa frið á jörðu. Þeir sem eru [[Kristni|kristnir]] álíta [[Jesús|Jesúm]] vera þennan messías en því trúa gyðingar ekki. Orðið ''[[Kristur]]'' (úr [[gríska|grísku]] Χριστός, ''Khristos'', „hinn smurði“) er bókstafleg þýðing á „mashiach“.
 
Í [[Gamla testamentið|gamlaGamla testamentinu]] er hugtakið ''messías'' upphaflega notað um konung Ísraela og æðsta prest. Úr þeim erfiðleikum sem gyðingar lentu í (við fall Norðurríkisins og þrældóminn í Babýlon) skapaðist spá um komandi konung og frelsara. Tími messíasar yrði [[Ríki Guðs|Guðs ríki]]. Spádómurinn var ekki bundinn einni persónu heldur nýjum tíma, frelsi úr neyð og fullkomnu réttlæti. Spámenn gyðinga sáu margsinnis fyrir komu messíasar.
 
Samkvæmt kristinni trú hefur þessi spádómur ræst með [[Jesús|Jesú frá Nasaret]]. [[Símon Pétur]] er sá fyrsti samkvæmt [[Nýja testamentið|Nýja testamentinu]] sem vottar um að Jesús sé Messías ([[Markúsarguðspjall]]ið 8:29).