Munur á milli breytinga „Einkalíf“

148 bætum bætt við ,  fyrir 6 mánuðum
ekkert breytingarágrip
(örverpi (box-ticking))
 
'''Einkalíf''' getur líka verið kvikmyndin [[Einkalíf (kvikmynd)|Einkalíf]] frá [[1995]], eftir [[Þráinn Bertelsson|Þráin Bertelsson]].
 
'''Einkalíf''' er sá hluti af [[líf]]i [[einstaklingur|einstaklings]] sem markast af [[persónuleiki|persónuleika]], [[sjálfsmynd]] og persónulegu [[val]]i. Með tilkomu [[borgaralegt samfélag|borgaralegs samfélags]] á 19. öld verður aukin áhersla á einkalíf með tilkomu [[einkarými]]s sem helgað er [[fjölskylda|fjölskyldulífi]] og [[heimili]]slífi, utan við [[almannarými]]ð sem helgað er [[vinna|vinnu]] og [[félagslíf]]i. Fram að því mótaðist líf einstaklinga fyrst og fremst af stöðu þeirra og hlutverki innan [[samfélag]]s, þótt hugmyndir um þroskaferil [[sjálf]]sins og [[persónuleg ábyrgð|persónulega ábyrgð]] hafi áður verið til innan ýmissa samfélaga. [[Friðhelgi einkalífs]], eða geta einstaklingsins til að hafa stjórn á upplýsingum um sig og líf sitt, er þannig tiltölulega nýtilkomið fyrirbæri.