„Víetnam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 54:
 
[[Spilling]], þar á meðal útbreidd [[mútur|mútuþægni]], er stórvandamál í Víetnam.<ref>{{Cite journal|last=Pham|first=Andrew T|date=2011|title=The Returning Diaspora: Analyzing overseas Vietnamese (Viet Kieu) Contributions toward Vietnam's Economic Growth|url=http://www.depocenwp.org/upload/pubs/AndrewPham/VK%20contributions%20to%20VN%20growth_APham_DEPOCENWP.pdf|journal=Working Paper Series No|pages=1–39}}</ref><ref>{{Cite journal|last=Dang|first=Thuy Vo|date=2005-01-01|title=The Cultural Work of Anticommunism in the San Diego Vietnamese American Community|url=https://doi.org/10.17953/amer.31.2.t80283284556j378|journal=Amerasia Journal|volume=31|issue=2|pages=64–86|doi=10.17953/amer.31.2.t80283284556j378|s2cid=146428400|issn=0044-7471}}</ref> Kannanir frá 2005 og 2010 sýndu að íbúar í þéttbýli mátu gagnsæi sem mjög lítið, og að mútugreiðslur til embættismanna og starfsfólks í heilbrigðisgeirum og opinberri þjónustu voru mjög útbreiddar. Peningagreiðslur í [[rautt umslag|rauðum umslögum]], sem eru algengar sem óformlegt greiðslukerfi í kringum hátíðir, urðu útbreiddar í heilbrigðiskerfinu eftir tilraunir til markaðsvæðingar eftir 1986. Aðgerðir gegn spillingu hafa bætt ástandið, en þrátt fyrir það var það enn metið mjög slæmt milli 2015 og 2017.<ref>{{Cite web|title=Vietnam Corruption Report|url=https://www.ganintegrity.com/portal/country-profiles/vietnam/|access-date=2021-05-17|website=GAN Integrity}}</ref><ref>{{Cite web|title=Overview of corruption and anti-corruption in Vietnam|url=https://www.transparency.org/files/content/corruptionqas/315_Overview_of_corruption_and_anti-corruption_in_Vietnam.pdf|url-status=live|website=transparency.org}}</ref> Öflugra átak gegn spillingu á að eiga sér stað milli 2021 og 2025.<ref>{{Cite web|title=State President targets stronger push against corruption in 2021-25 period|url=http://hanoitimes.vn/state-president-targets-stronger-push-against-corruption-in-2021-25-period-316713.html|access-date=2021-05-17|website=hanoitimes.vn}}</ref>
 
==Heiti==
Nafnið ''Việt Nam'' (越南) er útgáfa heitisins ''Nam Việt'' (南越, sem merkir bókstaflega „Suður-Việt“) sem til eru heimildir um frá valdatíð [[Triệu-ætt]]ar á 2. öld f.o.t.<ref>{{Bókaheimild|höfundur=Woods, L. Shelton|ár=2002|titill=Vietnam: a global studies handbook|bls=38}}</ref> Orðið ''Việt'' (''Yue'') var upphaflega ritað í [[miðkínverska|miðkínversku]] með tákninu 戉 sem táknar exi (samhljóma orð), í bein- og bronsáletrunum frá [[Sjangveldið|Sjangveldinu]] um 1200 f.o.t., en síðar með tákninu 越.<ref>{{Cite journal|last1=Norman|first1=Jerry|last2=Mei|first2=Tsu-lin|year=1976|title=The Austroasiatics in Ancient South China: Some Lexical Evidence|journal=Monumenta Serica|volume=32|pages=274–301}}</ref> Á þeim tíma vísaði það til höfðingja eða þjóðflokks norðvestan við Sjangveldið.<ref>{{Cite journal|last=Meacham|first=William|year=1996|title=Defining the Hundred Yue|journal=Bulletin of the Indo-Pacific Prehistory Association|volume=15|pages=93–100}}</ref> Snemma á 8. öld f.o.t. var þjóðflokkur sem bjó um miðbik [[Jangtse]] kallaður ''Yangyue'', sem síðar var notað yfir íbúa sem bjuggu sunnar. Milli 7. og 4. aldar f.o.t. vísaði orðið Yue/Việt til íbúa ríkisins [[Yue (ríki)|Yue]] neðar við Jangtse. Frá 3. öld f.o.t. var hugtakið notað yfir þjóðir sem ekki töluðu kínversku og bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam, sérstaklega þjóðirnar [[Minyue]], [[Ouyue]], Luoyue ([[Lạc Việt]] á víetnömsku), sem líka voru kallaðar ''Baiyue'' (Bách Việt, „hundrað Yue“, á víetnömsku). Baiyue/Bách Việt kemur fyrst fyrir í annálnum ''[[Lüshi Chunqiu]]'' sem var tekinn saman um 239 f.o.t.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Knoblock, John; Riegel, Jeffrey|ár=2001|titill=The Annals of Lü Buwei|útgefandi=Stanford University Press}}</ref>
 
Á 17. og 18. öld töluðu víetnamskir menntamenn um sjálfa sig sem ''nguoi Viet'' („Víetþjóðina“) eða ''nguoi Nam'' („suðurþjóðina“).<ref>{{bókaheimild|höfundur=Lieberman, Victor|ár=2003|titill=Strange Parallels: Integration of the Mainland Southeast Asia in Global Context, c. 800-1830. Volume 1|útgefandi=Cambridge University Press}}</ref> Elstu heimildir um ritháttinn ''Việt Nam'' (越南) eru í 16. aldar kvæðinu ''[[Sấm Trạng Trình]]''. Hann kemur líka fyrir á 12 steintöflum frá 16. og 17. öld, þar á meðal einni í Bao Lam-hofinu í [[Hải Phòng]] sem er frá árinu 1558.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Phan, Khoang|ár=1976|titill=Việt sử: xứ đàng trong, 1558–1777. Cuộc nam-tié̂n của dân-tộc Việt-Nam. Nhà Sách Khai Trí|tungumál=víetnamska|útgefandi=University of Michigan}}</ref> Árið 1802 stofnaði [[Nguyễn Phúc Ánh]], sem síðar varð [[Gia Long]] keisari, [[Nguyễn-ætt]]. Hann óskaði eftir því við [[Jiaqing keisari|Jiaqing Kínakeisara]] að hann fengi titilinn „konungur Nam Việt/Nanyue“. Keisarinn hafnaði því þar sem nafnið gat vísað til hins forna Nanyue sem náði líka yfir kínversku héruðin [[Guangxi]] og [[Guangdong]]. Keisarinn ákvað því að nota heldur ritháttinn ''Việt Nam''.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Ooi, Keat Gin|ár=2004|titill=Southeast Asia: A Historical Encyclopedia, from Angkor Wat to East Timor}}</ref> Frá 1804 til 1813 notaði keisarinn Gia Long því nafnið Vietnam. Snemma á 20. öld var þetta nafn endurvakið í bókinni ''Yuènán Wángguó Shǐ'' eftir sjálfstæðisleiðtogann [[Phan Bội Châu]] og víetnamski þjóðernisflokkurinn [[Việt Nam Quốc Dân Đảng]] tók það líka upp, en fram til 1945 var landið oftast kallað Annam, en það ár tók keisarastjórnin í [[Huế]] upp nafnið ''Việt Nam''.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Tonnesson, Stein; Antlov, Hans|ár=1996|titill=Asian Forms of the Nation|útgefandi=Routledge}}</ref>
 
==Landfræði==