Munur á milli breytinga „Jóhanna Sigurðardóttir“

m
 
Í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|bankahrunsins á Íslandi]] haustið 2008 skapaðist gríðarleg ólga í samfélaginu og ríkti mikið vantraust í garð stjórnvalda og helstu stofnana samfélagsins. [[Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008|Mótmæli]] voru tíð á götum úti og ýmsir kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og nýrra kosninga. Í janúarlok árið 2009 lagði [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] utanríkisráðherra til að hún og Geir H. Haarde forsætisráðherra myndu bæði stíga til hliðar og Jóhönnu Sigurðardóttur yrði falið að leiða ríkisstjórnina fram að kosningum. Þessu hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn og úr varð að Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/johanna_naesti_forsaetisradherra/ „Jóhanna næsti forsætisráðherra?“] 26. janúar 2009 (skoðað 11. júlí 2019)</ref> Í kjölfarið var mynduð [[minnihlutastjórn]] Samfylkingarinnar og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs]] með stuðningi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og varð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og tók hún við embætti þann 1. febrúar 2009 og varð þar með fyrsta konan á forsætisráðherrastóli á Íslandi. Ríkisstjórn Jóhönnu varð auk þess fyrsta íslenska ríkisstjórnin þar sem kynjahlutföllin voru jöfn.<ref>Kvenrettindafelag.is, [https://kvenrettindafelag.is/2009/jofn-kynjahlutfoll-i-nyrri-rikisstjorn/ „Jöfn kynjahlutföll í nýrri ríkisstjórn“] (skoðað 11. júlí 2019)</ref> Skipan Jóhönnu í embætti vakti mikla athygli út fyrir landsteinana því hún var fyrsta opinberlega [[Samkynhneigð|samkynhneigða]] konan í heiminum sem varð forsætisráðherra.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/29/johanna_vekur_heimsathygli/ „Jóhanna vekur heims­at­hygli“] 29. janúar 2009 (skoðað 11. júlí 2019)</ref>
 
[[Mynd:Jóhanna Sigurðardóttir and Jónína Leósdóttir.JPG|thumb|right|Jóhanna og Jónína (lengst til vinstrihægri) ásamt [[Danilo Türk]] forseta og [[Barbara Miklič Türk|Barböru Miklič Türk]] forsetafrú [[Slóvenía|Slóveníu]] í opinberri heimsókn árið 2011.]]
Í [[Alþingiskosningar 2009|alþingiskosningunum]] vorið 2009 jókst fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna og mynduðu flokkarnir meirihlutastjórn að loknum kosningum og varð Jóhanna áfram forsætisráðherra.
 
12.877

breytingar