Munur á milli breytinga „Konungsríkið Sardinía“

ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q165154)
 
'''Konungsríkið Sardinía''' var [[konungsríki]] sem stóð þar sem nú er Norðvestur-[[Ítalía]] frá [[1297]] til [[1861]] þegar Ítalía var [[sameining Ítalíu|sameinuð]]. Ríkið var stofnað svo að segja úr engu sem sárabót fyrir [[Jakob réttláti|Jakob réttláta]] konung [[Aragón]] eftir átök [[Angevínar|Angevína]] og [[Aragón]] um [[Konungsríkið Sikiley]] (sem meðal annars hafði leitt til [[Sikileysku aftansöngvarnir|sikileysku aftansöngvanna]] [[1282]]). Með sérstakri tilskipun gerði [[Bónifasíus 8.]] [[páfi]] Jakob að konungi Sardiníu með ''licentia invadendi'' fyrir [[Sardinía|Sardiníu]] og [[Korsíka|Korsíku]].
 
Konungar Aragón og [[Spánn|Spánar]] (frá [[1479]]) ríktu yfir konungsríkinu sem í reynd náði bara yfir Sardiníu. Við lok [[Spænska erfðastríðið|Spænska erfðastríðsins]] [[1713]] fékk [[hertoginn yfir Savoja]], [[Viktor Amadeus 2.]], yfirráð yfir [[Sikiley]]. Spánn reyndi að leggja aftur aftur undir sig eyjarnar [[1720]] sem lauk með ósigri og friðarsamningum í [[HagHaag]] þar sem Viktor Amadeus fékk Sardiníu í skiptum fyrir Sikiley sem [[Austurríska keisaradæmið]] fékk. Konungsríkið Sardinía var síðan konungsríki [[Savojaættin|Savojaættarinnar]] þar til við sameiningu Ítalíu að ákveðið var að Ítalía yrði konungsríki og óskað eftir því að konungur Sardiníu gerðist [[konungur Ítalíu]].
 
Þrátt fyrir nafnið var stærstur hluti ríkisins í [[Fjallaland]]i og [[Savoja]] og [[höfuðborg]] ríkisins var [[Tórínó]].