„Jimmy Carter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 50:
Vinsældir Carters dvínuðu talsvert á fyrsta ári hans í embætti. Meðal annars varpaði það skugga á fyrirheit Carters um bætt siðferði í ríkisstjórninni þegar [[Bert Lance]], fjárlagastjóri Hvíta hússins, varð að segja af sér í september 1977 vegna ásakana um fjármálamisferli.<ref>{{Tímarit.is|3299302|Hver er Jimmy Carter?|útgáfudagsetning=18. júní 1978|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|blaðsíða=12-13, 15|höfundur=Lance Morrow}}</ref> Carter reyndi að halda fjarlægð við pólitíska gangverkið í Washington en hafði þess í stað með sér fjölda samstarfsmanna sinna frá Georgíu sem höfðu litla reynslu af stjórnmálum alríkisins. Samband forsetans við Bandaríkjaþing og við áhrifamenn í Demókrataflokknum varð því með stirðara móti. Almennt var heiðarleiki Carters sjálfs ekki dreginn í efa en gjarnan var litið á hann sem hrekklausan sveitamann sem hefði ekki vit á alvöru bandarískra stjórnmála.<ref>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=382}}</ref>
 
Carter kom því til leiðar að Bandaríkjamenn skiluðu stjórn [[Panamaskurðurinn|Panamaskurðarins]] til íbúa [[Panama]] þrátt fyrir talsverða andstöðu innan Bandaríkjanna.<ref name=obendorfer>{{Tímarit.is|1510716|Þverstæðurnar í utanríkisstefnu Carters|útgáfudagsetning=11. mars 1979|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=22-23|höfundur=Don Obendorfer}}</ref> Skurðurinn var þó ekki að fullu afhentur íbúum landsins fyrr en árið 1999.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/1999/12/14/panamaskurdurinn_formlega_afhentur/|titill=Pana­maskurður­inn form­lega af­hent­ur|útgefandi=mbl.is|ár=1999|mánuður=14. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref> Carter hélt einnig áfram starfi forvera sinna við að bæta samskipti Bandaríkjanna við [[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]], sem leiddi til þess að Bandaríkin og Kína tóku upp formlegt stjórnmálasamband þann 1. janúar 1979. Um leið rufu Bandaríkin stjórnmálasamband sitt við [[Taívan|Lýðveldið Kína á Taívan]] og viðurkenndu tilkall meginlandsstjórnarinnar til eyjarinnar.<ref name=jþþ383/><ref name=obendorfer/>
 
Árið 1978 fundaði Carter ásamt [[Menachem Begin]], forsætisráðherra Ísraels, og [[Anwar Sadat]], forseta Egyptalands, og stýrði viðræðum milli þeirra í viðleitni til þess að stofna til friðar milli landanna. Niðurstaða viðræðanna var að leiðtogarnir undirrituðu [[Camp David-samkomulagið]] þann 17. september 1978 en í því fólst að Egyptar viðurkenndu sjálfstæði Ísraels og stofnuðu til stjórnmálasambands við ríkið en Ísraelar skiluðu [[Sínaískagi|Sínaískaga]] til Egyptalands. Jafnframt gerði samkomulagið ráð fyrir því að [[Palestínumenn]] á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin]]ni myndu fá sjálfsstjórn að fimm árum liðnum en að Ísraelar myndu áfram fá að halda herliði þar af öryggisástæðum.<ref>{{Tímarit.is|2863077|Samningarnir í Camp David|útgáfudagsetning=1. október 1978|blað=[[Þjóðviljinn]]|blaðsíða=4-5|höfundur=Einar Már Jónsson}}</ref>
 
Í júní 1979 undirritaði Carter [[Samningur um takmörkun langdrægra kjarnaflauga|samning um takmörkun langdrægra kjarnaflauga]] (SALT-II) ásamt [[Leoníd Bresnjev]], leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Þegar Sovétmenn [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|réðust inn í Afganistan]] í desember var hins vegar hætt við að leggja samninginn til samþykktar Bandaríkjaþings, enda var þá engin von um að hann yrði samþykktur.<ref name=jþþ383>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=383}}</ref> Carter tók jafnframt ákvörðun um að Bandaríkjamenn skyldu [[Ólympíuleikarnir sniðgengnir|sniðganga Ólympíuleikana]] sem voru [[Sumarólympíuleikarnir 1980|haldnir í Moskvu]] árið 1980 til að mótmæla hernaði Sovétmanna í Afganistan.
 
==Tilvísanir==