„Kvíahellan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Hayden (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kvíahellan''' er [[aflraunasteinn]] [[Snorri Björnsson|Snorra]] prests og bónda á [[Húsafell]]i og er hann að finna við [[Kvíarnar|kvíarnar]] framan við gilkjaft ofan við heimatúnið á Húsafelli. Hella þessi, sem er rúmlega 180 kg og mjög óárennileg til átaks þykir vel tæk til þriggja miserfiðra þrauta. Auðveldast þykir þannig að lyfta henni upp á norðurkambinn á syðri kvíadyrunum. Þrautin þyngri er svo að forfæra kvíahelluna upp á stóran stein í miðju norðurveggjar, hvar nafn Snorra bónda mun vera klappað í steininn. Þrautin þyngsta og frækilegasta þótti að taka kvíahelluna upp á brjóst sér og og ganga þannig með hana umhverfis kvíarnar og hafa nokkrir náð þeim árangri á síðustu áratugum, þar á meðal aflraunamaðurinn [[Jón Páll Sigmarsson]] ([[1960]]-[[1993]]). Kvíahellan hefur notið vinsælda á aflraunamótum og meðal annars verið notuð til keppni í [[Laugardalshöll]] og móti sem kennt er við [[Sterkasti maður heims|sterkasta mann heims]] sem haldið var á [[Þingvellir|Þingvöllum]].
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0657-2}}