„Spandex“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Spandex biker by Ed Yourdon.jpg|thumb|alt=Hjólreiðamaður í stuttum buxum úr spandex. |Hjólreiðamaður í stuttum buxum úr spandex. ]]
'''Spandex''', '''Lycra''', eða '''elastan''' eru [[gerviefni]] og [[textílefni]] sem þekkt eru fyrir afar mikinn teygjanleika. Efnið var fyrst búið til árið [[1958]] af efnafræðingnum Joseph Shivers sem starfaði hjá DuPont fyrirtækinu í rannsóknarstofu í Waynesboro í [[Virginía|Virginiu]]. Efnið var fyrst sett á markað sem efni sem kæmi í staðinn fyrir [[gúmmí]] og sem efni í nærfatnað kvenna ([[lífsstykki]]) og [[sundföt]].
Heitið spandex sem er komið frá enska orðinu expands (að þenjast út) er notað í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Á meginlandi [[Evrópa|Evrópu]] er algengast að kalla efnið elastane eða nota orð sem eru dregin af sama stofni svo sem élasthanne ([[Frakkland]]), Elastan ([[Þýskaland]], [[Svíþjóð]]), elastano ([[Spánn]]), elastam ([[Ítalía]]) og elastaan ([[Niðurlönd]]) og á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] og [[Írland|Írlandi]] og í fleiri löndum er efnið aðallega þekkt undir nafninu 'Lycra'. Spandex er selt undir ýmsum vörumerkjun svo sem Lycra, Elaspan, Creora, Inviya, Roica, Dorlastan, Linel og Espa.