„Súrínam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 57:
=== Nýlendutímabilið ===
[[Mynd:Presidential_palace,_Paramaribo,_Suriname.jpg|thumb| Forsetahöll Súrínam ]]
Frá [[16. öldin|16. öld]] heimsóttu [[Konungsríkið Frakkland|franskir]], [[Spánn|spænskir]] og [[Konungsríkið England|enskir]] landkönnuðir svæðið. Hundrað árum síðar stofnuðu [[Hollenska lýðveldið|hollenskir]] og [[Konungsríkið England|enskir]] landnemar komið [[Plantekra|plantekrunýlendur]] meðfram ánum á frjósömum sléttum Gvæjana. Elsta nýlendan í [[Gvæjanahálendið|Gvæjana]] var ensk byggð sem var nefnd Marshall's Creek við Súrínamá.<ref name="Marshall">{{Bókaheimild|url=https: //books.google.com/books?id=paQMAAAAYAAJ&pg=PA253}}</ref> Eftir hana var önnur skammlítil ensk nýlenda stofnuð, kölluð Willoughbyland, sem stóð frá 1650 til 1674.
 
Deilur komu upp milli Hollendinga og Englendinga vegna yfirráða yfir þessu landsvæði. Árið 1667, í samningaviðræðunum sem leiddu til [[Breda-sáttmálinn|Breda-sáttmálans]], ákváðu Hollendingar að halda upprennandi nýlendu í Súrínam sem þeir höfðu náð frá Englendingum. Englendingar fengu að halda [[Nýja Amsterdam|Nýju Amsterdam]], höfuborg nýlendunnar [[Nýja Holland|Nýja-Hollands]] í Norður-Ameríku, við Atlantshafsströndina. Borgin var þá þegar orðin menningarleg og efnahagsleg miðstöð. Þeir endurnefndu hana eftir hertoganum af York: [[New York-borg]] .