„Bogi Ágústsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Fjarlægði hreingerningabox
Lína 1:
{{hreingerning}}
'''Bogi Ágústsson''' (fæddur [[6. apríl]] [[1952]]) er fréttamaður [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]].
 
Lína 7 ⟶ 6:
Bogi lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1972 og stundaði nám í [[sagnfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] frá 1972-1977.
 
Bogi starfaði sem kennari við Álftamýrarskóla frá 1975-1977, var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá [[Norðurlöndin|Norðurlöndunum]] fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdarstjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi [[Flugleiðir|Flugleiða]], nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins [[2003]]. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Bogi hefur meðal annars verið umsjónarmaður þáttanna „Viðtalið“ og „Fréttaaukans“. Hann var umsjónarmaður umræðuþáttarins ,,HrinborðiðHringborðið" á RÚV ásamt [http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%9E%C3%B3rhildur_%C3%9Eorleifsd%C3%B3ttir[Þórhildur Þorleifsdóttir|Þórhildi Þorleifsdóttur]] og [[Styrmir_Gunnarsson|Styrmi Gunnarssyni]]. Bogi hefur verið einn af fréttalesurum Ríkissjónvarpsins frá árinu 1979.
 
Bogi var formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins 1982-1984, varaformaður fréttanefndar [http://www3.ebu.ch/home EBU] (Sambands útvarps-sjónvarpsstöðva í Evrópu) og formaður ritsjórnarnefndar EBU. Bogi var formaður [[Norræna félagið|Norræna félagsins]] í Reykjavík frá 2010 til 2014 og er formaður Norræna félagsins á Íslandi frá árinu 2015. Hann hefur einnig setið í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.<ref>Pétur Ástvaldsson, ''Samtíðarmenn A-Í'', bls. 124, (Reykjavík, 2003)</ref><ref>Norden.is, [https://www.norden.is/vidburdir/bogi-agustsson-nyr-formadur-norraena-felagsins/ „Bogi Ágústsson nýr formaður Norræna félagsins“] (skoðað 24. júní 2019)</ref>
 
Bogi er mikill stuðningsmaður [http://kr.is Knattspyrnufélags Reykjavíkur] og hefur starfað í [[KR-útvarpið|KR-útvarpinu]] frá því það hóf útsendingar 1999.