„Flatey (Breiðafirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Sjálfvirk uppfærsla rofinna hlekkja á Tímarit.is (ath: blaðsíða getur verið röng)
→‎Saga: um kaupmenn Lassen faktor, Pétur Kúld, Eirík Kúld, Magnús Scheving
Lína 18:
 
[[Mynd:Flatey-bokasafn.jpg|thumb|right|Bókhlaðan í Flatey]]
[[18. júní]] [[1777]] varð Flatey [[kauptún]] og hófst verslun þar sama ár. Verslunarsvæðið náði yfir Vestureyjarnar og sveitirnar á [[Barðaströnd]]. Timburhús var reist hjá Grýluvogsbotni og þar settust að Jens Larsen sem varð faktor og Snjólfur beykir. Seinna var Pétur Kúld settur yfir verslunina og eftir lát hans eignaðist sonur hans Eiríkur Kúld hlut í Flateyjarkaupstað og skipum á móti Olsen stórkaupmanni í Kaupmannahöfn, seldi Olsen sinn hlut gegn skuldabréfi en varð áfram verslunarstjóri í Flatey. Árið 1814, sama ár og mikið bankahrun varð í Danmörku fór Magnús Sceving til Kaupmannahafnar og keypti hálft Flateyjarkauptún af Olsen án vitundar Eiríks og bolaði Eiríki burt. Guðmundur hafði verið sýslumaður Barðastrandasýslu til 1812 en embætti var tekið af honum því hann hafði gengist Jörundi hundadagakóngi á hönd og fengið fé úr ríkissjóði gegnum Jörund. Hafði Jörundur gert Magnús að amtmanni fyrir norðan en því embætti hélt hann einungis í átta daga. <ref>[https://timarit.is/page/7236144?iabr=on Frá fyrstu kaupmönnum í Flatey á Breiðafirði (handrit Oscars Clausens), Gríma - 14 (01.09.1939)]</ref>
[[18. júní]] [[1777]] varð Flatey [[kauptún]] og hófst verslun þar sama ár. Verslunarsvæðið náði yfir Vestureyjarnar og sveitirnar á [[Barðaströnd]]. Í byrjun 20. aldar gekk vélbátur milli Flateyjar og hreppanna í Barðastrandar- og Dalasýslu.
 
Í byrjun 20. aldar gekk vélbátur milli Flateyjar og hreppanna í Barðastrandar- og Dalasýslu.
 
[[Kaupfélag Flateyjar]] var sett á laggirnar [[1920]], lítið í byrjun en stækkaði til muna þegar verslun Guðmundar Bergsteinssonar lagðist af. Kaupfélagið verslaði og stundaði viðskipti fram yfir [[1950]]. Á fimmta áratugnum voru stofnuð útgerðar og hraðfrystingarfélög. Frystihúsið á ''Tröllenda'' var byggt og jafnframt bryggjan, en atvinnureksturinn mætti halla á leið sinni og lognaðist fljótt út af.