„Rómargangan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætir við 1 bók til að sannreyna (20210316)) #IABot (v2.0.8) (GreenC bot
Lína 34:
[[File:March on rome 1.png|thumb|right|Fasistar á leið til Rómar.]]
[[File:March on Rome.jpg|thumb|[[Emilio De Bono]], [[Benito Mussolini]], [[Italo Balbo]] og [[Cesare Maria De Vecchi]].]]
Fjórmenningaráðið sem fór fyrir stjórn Fasistaflokksins, [[Emilio De Bono]], [[Italo Balbo]], [[Michele Bianchi]] og [[Cesare Maria de Vecchi]], skipulögðu gönguna á meðan Mussolini beið í [[Mílanó]]. Hann tók ekki þátt í göngunni, en leyfði þó ljósmyndurum að taka myndir af sér í för með fasísku göngumönnunum. Hann kom ekki til Rómar fyrr en næsta dag.<ref>{{Cite book|title=Italian Fascism 1919-1945|url=https://archive.org/details/italianfascism190000morg|last=Morgan|first=Philip|publisher=Macmillan Press|year=1995|isbn=0-333-53779-3|location=Basingstoke, Hampshire|pages=[https://archive.org/details/italianfascism190000morg/page/58 58]}}</ref> Hershöfðingjarnir Gustavo Fara og Sante Ceccherini hjálpuðu til við undirbúning göngunnar þann 18. október. Meðal annarra skipuleggjenda göngunnar voru markgreifinn [[Dino Perrone Compagni]] og Ulisse Igliori.
 
Þann 24. október 1922 lýsti Mussolini yfir fyrir framan 60.000 manns á flokksþingi fasista í [[Napólí]]: „Stefna okkar er einföld: Við viljum ráða yfir Ítalíu.“<ref>Carsten (1982), p.62</ref> Á meðan náðu svartstakkar, sem höfðu hertekið Pódalinn, stjórn á öllum hernaðarlega mikilvægum svæðum landsins. Þann 26. október gerði fyrrverandi forsætisráðherrann [[Antonio Salandra]] eftirmanni sínum, Luigi Facta, viðvart um að Mussolini hefði krafist afsagnar hans og hygðist nú gera atlögu á Róm. Facta trúði Salandra ekki og hélt að Mussolini yrði fús til að ganga friðsamlega í stjórn við hlið hans. Til að mæta ógninni sem stafaði af fasistaliðum sem söfnuðust nú saman fyrir utan Róm lagði Facta (sem hafði sagt af sér en ekki látið af embætti) fram neyðartilskipun þar sem lýst skyldi yfir umsátursástandi í Róm. Hann hafði þá rætt við [[Konungur Ítalíu|konunginn]] um aðferðir til að bæla niður ofbeldisaðgerðir fasista og taldi sig því eiga stuðning hans vísan.<ref>Chiapello (2012), p.123</ref> [[Viktor Emmanúel 3.|Viktor Emmanúel 3. konungur]] neitaði hins vegar að undirrita neyðarlögin.<ref>Carsten (1982), p.64</ref> Þann 29. október kallaði konungurinn Mussolini, sem naut stuðnings hersins, viðskiptastéttarinnar og hægrisinna, á sinn fund og skipaði hann forsætisráðherra Ítalíu.