„Alexander 3. Skotakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 8:
Alexander gekk að eiga [[Margrét af Englandi, Skotadrottning|Margréti af Englandi]], dóttur [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinriks 3.]] og [[Elinóra af Provence|Elinóru af Provence]], 26. desember 1251, þegar hann var tíu ára en hún ellefu. Hún dó 1274 og hafði þá alið þrjú börn: [[Margrét af Skotlandi, Noregsdrottning|Margréti]] (1260-1283), konu [[Eiríkur Magnússon prestahatari|Eiríks prestahatara]] Noregskonungs, Alexander (1264-1284) og Davíð (1272-1281). Öll börn Alexanders dóu á innan við þriggja ára tímabili og hann átti aðeins einn afkomanda, dótturdótturina [[Margrét Skotadrottning|Margréti]], sem var ársgömul. Hann fékk hana viðurkennda sem ríkiserfingja en þar sem hann var sjálfur aðeins rúmlega fertugur og við ágæta heilsu átti hann góða möguleika á að eignast fleiri börn og [[1. nóvember]] [[1285]] giftist hann [[Jólanda af Dreux|Jólöndu af Dreux]].
 
Hjónasælan var þó ekki langvinn því að [[19. mars]] [[1286]] féll konungur af hestbaki í náttmyrkri og illviðri, hálsbrotnaði og fannst látinn um morguninn. Jólanda drottning var þunguð en hefur líklega fætt [[Andvana fæðing|andvana barn]] og í nóvember 1286 var Margrét litla lýst drottning Skotlands. Hún dó á leið til Skotlands [[1290]] og þá upphófst erfðadeila sem ekki leystist fyrr en löngu síðar.
 
Alexander 3. var öflugur og hæfur konungur og má leiða að því líkur að ef hann hefði lifað og eignast erfingja hefði saga Skotlands næstu áratugi verið allt önnur, en óvissuástandið sem skapaðist við lát hans vakti upp deilur, innanlandsófrið, stríð við Englendinga, hernám og borgarastyrjöld.