„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 157.157.113.71 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Reikiavicensis
Merki: Afturköllun
All
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 47:
| flatarmál_magn = 1_E11
}}
'''Bandaríkin''' (eða '''Bandaríki Norður. -Ameríku''' , [[Skammstöfun|skammstafað]] '''BNA''') eru [[sambandslýðveldi]] sem er næststærsta [[ríki]] [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] að [[flatarmál]]i (9,83 milljónir km²) og jafnframt það fjölmennasta með yfir 324 milljónir íbúa (árið 2017). Þau eru ennfremur fjórða stærsta land heims og það þriðja fjölmennasta. Þau teygja sig milli [[Atlantshaf]]s og [[Kyrrahaf]]s og eiga landamæri að [[Kanada]] í norðri og [[Mexíkó]] í suðri. Bandaríkin samanstanda af [[Fylki Bandaríkjanna|50 fylkjum]] sem njóta nokkurs sjálfræðis í eigin efnum og hafa eigin löggjöf sem þó má ekki stangast á við [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]]. Auk sambandsríkjanna hafa Bandaríkin lögsögu yfir ýmsum hjálendum víða um heim.
 
Bandaríkin rekja uppruna sinn til [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingarinnar]] frá 4. júlí 1776 þegar þrettán [[Bretland|breskar]] [[Nýlenda|nýlendur]] lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði frá Breska heimsveldinu. Nýlendurnar höfðu betur í [[Frelsisstríð Bandaríkjanna|Frelsisstríði Bandaríkjanna]] en það var fyrsta nýlendustríðið þar sem nýlendan hafði betur en herraþjóðin. Nýlendurnar samþykktu sameiginlega stjórnarskrá í [[Philadelphia|Philadelphiu]] þann 17. september 1787. Stjórnarskráin gerði nýlendurnar þrettán að einu lýðveldi.