„Niðarós“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
m Stiklastaðir
Lína 4:
Áin [[Nið]] (nú Nidelva eða Nia) rennur til sjávar í [[Þrándheimsfjörður|Þrándheimsfirði]] og var gott skipalægi í ósnum. Á [[víkingaöld]] byggðist þar upp kaupstaður, sem hlaut nafnið Niðarós. Skammt norðan við Niðarós var höfðingjasetrið [[Hlaðir]], sem [[Hlaðajarlar]] eru kenndir við, þar hafði verið helgistaður heiðinna manna. Niðarós varð brátt höfuðstaður [[Þrændalög|Þrændalaga]] og nálægra héraða, bæði í veraldlegum og kirkjulegum efnum.
 
Eftir að [[Ólafur digri|Ólafur Haraldsson]] [[Noregskonungar|Noregskonungur]] féll á [[StiklarstaðirStiklastaðir|StiklarstöðumStiklastöðum]] árið [[1030]], urðu ýmis [[jartegn|jarteikn]], sem leiddu til þess að hann varð höfuðdýrlingur Norðmanna, og víðar um Norðurlönd. [[Biskupsstóll]] var settur í Niðarósi og dómkirkja reist á legstað Ólafs ([[Niðarósdómkirkja]]).
 
Árið [[1153]] fengu Norðmenn [[erkibiskup]] og var aðsetur hans í Niðarósi. Umdæmi hans náði yfir Noreg, og þau lönd sem þaðan höfðu byggst, allt frá [[Orkneyjar|Orkneyjum]], [[Suðureyjar|Suðureyjum]], [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandi]] og [[Færeyjar|Færeyjum]], til [[Ísland]]s og [[Grænland]]s. Varð það til þess að efla mjög Niðarós sem kirkjulega miðstöð. Þar var einnig konungsgarður, þar sem konungar Noregs bjuggu þegar þeir voru í Þrándheimi.