„Morðin á Sjöundá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Lína 2:
 
== Morðin ==
 
[[File:Söðudl1.jpg|thumb|Fjallið Söðull myndar eystra horn Rauðasandsvíkur. Ekki er strandgengt um Sððul og er nauðsynlegt að klifra upp á sylluna sem þykir minna á söðul með hnakknefi, til að komast áfram til Skorar. Slóðin hinum megin við hornið er mjög brattur svo að ekki er ráðlagt að fara það nema í þurrviðri, og einn af skondnari bæjarslóðum á Íslandi. Slóðarnir þar austur af til Barðastrandar eru enn brattari enda var í fyrstu talið að Jón Þorgrímsson hefði einfaldlega hrapað þar til bana og engrar frekari rannsóknar væri þörf.]]
 
Fljótlega eftir komu Jóns og Steinunnar byrjaði samdráttur hennar og Bjarna og mun samkomulag á heimilinu hafa verið afar slæmt um veturinn. 1. apríl hvarf Jón og var talið að hann hefði hrapað fyrir björg í [[Skorarhlíðar|Skorarhlíðum]], en þegar Guðrún andaðist snögglega [[5. júní]] komst kvittur á kreik um að dauðsföllin hefðu vart verið eðlileg, enda vissi öll sveitin af samdrætti Bjarna og Steinunnar. Þegar komið var með lík Guðrúnar til greftrunar lét presturinn opna kistuna og skoða líkið en ekki sáust á því áverkar sem taldir voru gefa tilefni til rannsóknar.