„Shandong“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Shandong''' (山东) er [[Héruð Kína|standhérað]] í [[Kína| Austur- Kína]] sem liggur við [[Gulahaf]] til móts við Kóreuskaga. Shandong er næstfjölmennasta hérað Kína. Þar bjuggu tæplega 99.5 milljónir íbúa árið 2016.
Nafnið Shandong, sem þýðir „austur af fjöllum“, var fyrst notað opinberlega á Jin-ættarveldinu á 12. öld. Héraðið samanstendur af tveimur aðskildum hlutum. Annars vegar er landsvæði inni í landi sem afmarkast af héruðunum í [[Hebei]] í norðri og vestri, [[Henan]] í suðvestri og [[Anhui]] og [[Jiangsu]] í suðri. Hins vegar er Shandong-skagi, sem nær um 320 kílómetra sjávarmegin frá ársléttum [[Wei]] og [[Jiaolai]], með [[Bóhaíhaf]] í norðri og [[Gulahaf]] í suðri. Skaginn er stór hluti strandlengju héraðsins eða um 2.535 kílómetra.
Svæðið inn í landi, sem nær yfir um það bil tvo þriðju af flatarmáli héraðsins, felur í sér hæðótt miðsvæði, með miðju á hinum frægu Tai fjöllum og frjósama landbúnaðarsvæði í norðri, vestri og suðri sem er hluti vatnasvæði hins mikla [[Gulafljót| Gulafljóts]] og Norður-Kína sléttunni.