„Imre Nagy“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
Þegar [[uppreisnin í Ungverjalandi]] braust út árið 1956 ákvað ungverska stjórnin að gera Nagy að forsætisráðherra á ný til að reyna að sefa mótmælendurna. Nagy skoraði á uppreisnarmennina að leggja niður vopn og tilkynnti í útvarpsávarpi að þeim sem hlýddu kalli hans yrði ekki refsað. Áskorun Nagy hafði engin áhrif heldur sótti uppreisnin í sig veðrið og uppreisnarmenn náðu stjórn á stórum hlutum Ungverjalands. Nagy ákvað að koma til móts við uppreisnarmennina og lýsti því yfir að ný stjórn skyldi stofnuð á lýðræðislegri grundvelli en áður og myndi semja við Sovétmenn um brottför sovéskra hermanna frá landinu.<ref name=mbl1976>{{Vefheimild|titill=Uppreisnin í Ungverjalandi 1956|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1479594|ár=1976|mánuður=4. nóvember|útgefandi=''Morgunblaðið''|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. maí}}</ref>
 
Yfirlýsingar Nagy nægðu ekki til að binda enda á uppreisnina og bardagar héldu áfram víðs vegar um landið. Þann 28. október árið 1956 birtist Nagy í sjónvarpi og gerði grein fyrir því að sovésk stjórnvöld hefðihefðu fallist á brottflutning sovéskra hermanna frá Ungverjalandi. Hann lýsti því yfir að merki kommúnismans yrði ekki lengur á [[Fáni Ungverjalands|ungverska fánanum]], að öryggissveitir ríkisins skyldu leystar upp og að stofnuð skyldi [[þjóðstjórn]] með aðkomu fjögurra stjórnmálaflokka. Hann neitaði því að uppreisn hefði verið gerð og sagði að um væri að ræða hreyfingu til að tryggja sjálfstæði Ungverjalands.<ref name=mbl1976/> Nagy lýsti því jafnframt yfir að Ungverjaland skyldi segja sig úr [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalaginu]] og biðlaði til [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] um að tryggja hlutleysi landsins.
 
Þvert á yfirlýsingar Sovétmanna um að hersveitir þeirra hygðust hafa sig á brott fóru sovéskar hersveitir og skriðdrekar brátt að streyma yfir landamærin til Ungverjalands. Þann 4. nóvember lýsti sovéska stjórnin því yfir að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð í Ungverjalandi undir forystu [[János Kádár]] og að hún hefði kallað á stuðning sovéska hersins til að vinna bug á Nagy og uppreisnarmönnunum.<ref name=mbl1976/>