„Uppistand“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Richard herring.jpg|thumb|200px|[[Richard Herring]] fer með uppistand.]]
'''Uppistand''' er tegund [[sagnamennska|sagnamennsku]] þar sem uppistandari stendur á [[leiksvið|sviði]] fyrir framan áhorfendur og skemmtir þeim samfelldri röð [[gamansaga|gamansagna]] og [[brandari|brandara]] sem nefnist „sett“. Uppistand fer oftast fram á [[krá]]m eða [[pöbb]]um, en stundum í [[leikhús]]i eða öðrum stærri sviðslistahúsum. Uppistand er [[rauntímalist]] þar sem samskiptin við áhorfendur skipta miklu máli, en stundum er flutningurinn tekinn upp fyrir útgáfu eða sýningar í öðrum miðlum.
 
Uppistand gengur venjulega út á að viðkomandi uppistandari stendur á sviði með [[hljóðnemi|hljóðnema]] og fer með frumsamið gamanmál. Sumir nota [[leikmunur|leikmuni]] eða fremja [[galdur|galdra]]. Á sumum stöðum er boðið upp á „[[opinn hljóðnemi|opinn hljóðnema]]“ þar sem hver sem er má koma upp á sviðið og fara með sitt eigið uppistand fyrir framan áhorfendur. Margir uppistandarar vinna í mörg ár að atriði sínu og uppfæra þau aftur og aftur og breyta þeim smám saman til að ná fram sem bestum áhrifum.