„Vísindabyltingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Vísindabyltingin''' er tímabil í mannkynssögunni sem fyrst og fremst tengt við [[16. öldin|16.]] og [[17. öldin|17. öldina]] þar sem nýjar, byltingarkenndar hugmyndir komu fram og ný vitneskja í mörgum fræðigreinum varð til. Þar ber helst að nefna [[eðlisfræði]], [[stjörnufræði]], [[líffræði]], [[læknisfræði]] og [[efnafræði]] hvar fornar skoðanir og lögmál tengd [[náttúruvísindi|náttúruvísundum]] fengu að víkja fyrir nýjum, er lögðu grunninn að nútíma [[vísindi|vísindum]].
 
Samkvæmt flestum málsmetandi mönnum hófst vísindabyltingin í [[Evrópa|Evrópu]] undir lok [[Endurreisnin|Endurreisnartímans]] og varði allt fram til loka [[1917. öldin|1917. aldar]] er tímabil sem nefnist [[Upplýsingin]] hófst. Upphaf vísindabyltingarinnar má rekja til birtingar tveggja rita árið [[1543]] sem gjörbreyttu sýn manna á vísindi. Þau eru ''De revolutionibus orbium coelestium'' (''Um snúning himintunglana'') eftir [[Nikulás Kópernikus]] og ''De humani corporis fabrica'' (''Um efni mannslíkamanns'') eftir Andreas Vesalius.
 
Árið [[1939]] setti heimspekingurinn og sagnfræðingurinn Alexandre Koyré fram hugtakið „vísindabyltingin“ til að lýsa þessu mikilvæga tímabili mannkynssögunnar. Með þessu heiti er lögð áhersla á þá miklu og öru þróun [[raunvísindi|raunvísinda]] sem átti sér stað.